Handbolti

Þor­steinn Leó fór ham­förum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto í sumar.
Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto í sumar. vísir/Anton

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum.

Þorsteinn Leó skoraði sum sé 11 mörk í leiknum sem lauk 44-22. Leikmaðurinn virðist njóta sín gríðarlega vel í Portúgal og hefur nú skorað 29 mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir Porto.

Porto er sem stendur á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum fimm leikjum en Orri Freyr Þorkelsson og félagar í meistaraliði Sporting eru með 12 stig og eiga leik til góða.

Vert er að taka fram að þrjú stig eru gefin fyrir sigur í Portúgal. Handbolti.is greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×