Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2024 11:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira