Græn vindorka Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 28. september 2024 15:03 Á dögunum voru birtar niðurstöður úr könnun þar sem fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að afla grænnar orku. Eins og vænta mátti var mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni hlynntur öflun grænnar orku. Við erum væntanlega flest ef ekki öll sammála um ágæti grænnar orku og stolt af stöðu Íslands sem nýtir nær alfarið vatnsafl og jarðvarma til raforkuframleiðslu og húshitunar. En hvað er græn orka? Í alvöruumræðu um ráðstöfun náttúruauðlinda þurfum við að vita hvað við meinum með hugtökum eins og græn orka. Í dægurumræðunni er gjarnan farið frjálslega með þetta hugtak og jafnvel látið í veðri vaka að bókstaflega öll orkuöflun hér á landi, nánast af hvaða umfangi sem er, hvar sem er og til hvaða nota sem er, sé græn orka. En er það virkilega svo? Nei, auðvitað er það ekki þannig. Með hugtakinu græn orka hljótum við að eiga við, ekki eingöngu að orka sé endurnýjanleg, heldur hljótum við að eiga við það sem kallað er sjálfbær orka. Hugtakið sjálfbær orka felur ekki einvörðungu í sér að orkan komi úr endurnýjanlegum auðlindum, heldur jafnframt að hún sé nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag. Er gnótt eða skortur? Raforkukerfið okkar í dag samanstendur fyrst og fremst af vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum sem eru með uppsett afl sem nemur tæplega 3 þúsund megawöttum. Þetta eru virkjanir sem eru að langmestu leyti í opinberri eigu. Og með þessum virkjunum framleiðum við Íslendingar meiri raforku á hvert mannsbarn í landinu en nokkur önnur þjóð. Því hefur verið haldið fram að Íslendingar búi við meira rafmagnsöryggi en aðrar þjóðir þar sem við framleiðum fimmfalt af rafmagni miðað við hvað þarf til grunnþarfa samfélagsins. Um 80% þeirrar raforku sem framleidd er hér á landi fer til stóriðju og gagnavera. Eftir standa um 20% sem heimilin, almennt atvinnulíf (þjónusta, léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður) og rafvæddar samgöngur nýta. Mikil áform um nýtingu vindorku Varðandi vindorkuna, stöndum við á miklum tímamótum. Á teikniborðinu eru nú nokkrir tugir vindorkuvera víðsvegar um landið, flest hver á vegum einkaaðila, sem myndu til samans, ef reist væru, geta haft uppsett afl upp á kannski 3-4 þúsund megavött. Það er jafnmikið eða jafnvel meira en núverandi raforkukerfi landsins. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að vindorkan þarf svokallaða jöfnunarorku frá öðrum raforkuverum, þegar vindurinn blæs ekki, og þá er gjarnan horft til vatnsaflsvirkjana. Svo að ef af byggingu þessara vindorkuvera ætti að verða, gæti jafnframt þurft að byggja upp talsvert af vatnsaflsvirkjunum til viðbótar því sem er í dag. Fjölmargar hugmyndir hafa verið settar fram á undanförnum árum um vindorkuver. Myndin sýnir kortlagningu Hlyns Aðalsteinssonar í BS verkefni hans í landfræði við HÍ 2024 á fyrirliggjandi áformum um vindorkuver. Með þessi gríðarmiklu áform um nýja tegund orkunýtingar í pípunum, að megninu til af hálfu einkaaðila, viðvarandi málflutning ákveðinna hópa um orkuskort og veigamikil samfélagsmarkmið um kolefnishlutleysi er brýnna en sennilega nokkru sinni fyrr að við tölum skýrt og að orðin sem við notum hafi skýra merkingu. Að við vitum hvað við meinum með hugtökum eins og græn orka. Og að við tryggjum að lagarammi og stjórnsýsla skapi trausta umgjörð um farsælar og góðar ákvarðanir um sjálfbæra nýtingu auðlinda þjóðarinnar, samfélaginu til heilla til langs tíma. Landþörf vindorkunýtingar og umhverfisáhrif Vindorkan er um margt ólík viðfangs samanborið við vatnsafl og jarðvarma, þegar kemur að ákvörðunum um ráðstöfun lands til ólíkrar nýtingar. Vatnsaflið er jú bundið við vatnsföllin og jarðvarminn við jarðhitasvæðin, en á okkar vindasama landi getur nánast allt landið verið undir, fyrir nýtingu vindorku. Það er fleira sem gerir vindorkunýtingu að snúnu viðfangsefni í skipulagslegu tilliti. Vindorkuver eru almennt landfrek og fela í sér mikið jarðrask. Og þau fela auðvitað jafnframt í sér háar vindmyllur með umfangsmiklum spöðum á stöðugri hreyfingu. Þau vindorkuver sem eru á teikniborðinu núna ná hvert og eitt gjarnan yfir nálægt 2 til 3 þúsund hektara eða 20 til 30 ferkílómetra svæði. Það er álíka stórt svæði og Reykjavík vestan Elliðaáa. Í þeim vindorkuverum sem kynnt hafa verið áform um hér á landi er gjarnan gert ráð fyrir 10 til 30 vindmyllum sem eru 150 til 200 metra háar. Fyrir hverja vindmyllu þarf gjarnan nálægt 700 fermetra steyptar undirstöður auk plana fyrir krana og spaða sem geta verið nálægt 10 þúsund fermetrar við hverja vindmyllu. Þá eru ótaldir vegir, sem þurfa að geta borið þungaflutninga, og raforkustrengir sem tengja vindmyllurnar við vegakerfið og raforkuflutningskerfið. Fullyrðingar um að vindorkuver séu afturkræfar framkvæmdir standast því tæpast skoðun. Nær er að líta á jarðrask vegna meðal vindorkuvers af sambærilegri stærðargráðu og eðli og að brjóta land undir þéttbýli. Vindorkuver kalla á mikið landrými og jarðrask og fela í sér gríðarstór mannvirki. Myndir úr umhverfismatsskýrslum sem kynntar hafa verið á undanförnum mánuðum. Fjöldi og stærð vindmylla á hverjum stað gerir svo að verkum að vindorkuver hafa bein og óbein áhrif á mun umfangsmeira landsvæði heldur en akkúrat það svæði sem vindorkuverið stendur á. Í þeim vindorkuverum sem nú eru áformuð er eins og áður segir gjarnan gert ráð fyrir 10 til 30 vindmyllum sem eru 150 til 200 metra háar. Hæstu byggingar hér á landi eru turninn við Smáratorg í Kópavogi sem er tæpir 80 metrar og Hallgrímskirkja sem er nálægt 75 metra há. Hvort tveggja eru þetta stakir turnar, en í vindorkuverunum verða þyrpingar vindmylla með spöðum á hreyfingu, þar sem vænghaf spaða getur numið nálægt 150 metrum. Í íslensku landslagi og skyggni geta því vindorkuver sést og haft áhrif á landslag og upplifun heimafólks og ferðamanna um langan veg. Hér verður ekki staldrað við margvísleg önnur umhverfisáhrif vindorkuvera, en þó er ekki hægt að sleppa því að nefna áhrif vindorkuvera á fuglalíf, sér í lagi á tegundir eins og haförninn. Haförninn – Geirfugl okkar tíma? Haförninn er meðal þeirra tegunda sem er sérlega viðkvæm gagnvart vindorkuverum. Haförninn er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi. Hann er friðaður hér á landi og telst vera tegund í hættu. Á Íslandi eru nú um 90 hafarnapör. Frjósemi þeirra er lág og fjölgun í stofninum mjög hæg. Heimkynni hafarnarins eru fyrst og fremst vestan lands, en hann flýgur jafnframt um langan veg víðar um landið. Íslenski haförninn – Geirfugl okkar tíma? (mynd: Bjarni Össurarson Rafnar). Í yfirstandandi umhverfismati eins vindorkuversins sem áformað er á Vesturlandi kemur fram að vænta megi að 13 til 14 ernir drepist vegna árekstra við vindmyllurnar yfir 25 ára tímabil. Það er býsna hátt hlutfall af stofni sem telur í dag um 90 pör og er friðaður samkvæmt lögum. Og þó að forsvarsaðilar vindorkuversins telji sig geta lækkað þessa tölu með mótvægisaðgerðum er það mat Náttúrufræðistofnunar að áhrifin séu að öllum líkindum vanmetin og verði of mikil. Og þetta er eingöngu eitt vindorkuver af mörgum sem áformuð eru vestanlands, á eða nærri mikilvægum fuglasvæðum og helstu heimkynnum hafarnarins. Lagaumgjörð og stjórnsýsla um vindorku Í dag fellur öll orkunýting á landi undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun eða rammaáætlun eins og við köllum hana í daglegu tali. Það má hins vegar segja að það sé lagaleg þurrð eða allavega lagaleg fátækt þegar kemur að umgjörð um áætlanagerð og ákvarðanatöku um hugsanlega orkunýtingu utan við ströndina, hvort heldur það væri vindorkunýting á hafi, ölduvirkjanir eða sjávarfallavirkjanir. Þetta er umhugsunarefni í ljósi þess að stórtæk vindorkunýtingaráform hafa verið sett fram á íslenska hafsvæðinu á undanförnum árum. En er rammaáætlun gott tæki til að stýra því hvar og hvernig við virkjum vindorku með sjálfbærum hætti? Svarið við því er bæði já og nei. Hvort sem horfum til vindorku, vatnsafls eða jarðvarma, þá er rammaáætlun ekki gallalaust stjórntæki. Á lögum um rammaáætlun og vinnslu hennar má finna ýmsa vankanta tengda markmiðum laganna og ráðstöfun auðlinda, skilvirkni, lýðræði og aðferðum við áhrifamat. Tillögur að lagabreytingum og stefnu stjórnvalda um vindorku Ráðherra orkumála lagði á síðasta þingi fram frumvarp til breytinga á lögum um rammaáætlun hvað varðar vindorkunýtingu, auk tillögu um að Alþingi samþykki stefnu um vindorkunýtingu. Þessi mál voru ekki afgreidd þá, en eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á ný á yfirstandandi þingi. Í frumvarpi ráðherra er lagt til að tilgreindar verði í lögum tilteknar tegundir svæða þar sem vindorkunýting komi ekki til greina. Meðal þess sem þar er lögð áhersla á er verndun miðhálendisins og óbyggðra víðerna innan þess. Það skýtur þess vegna óneitanlega skökku við að þau tvö vindorkuver sem þegar hafa verið sett í orkunýtingarflokk í rammaáætlun eru annars vegar innan miðhálendisins (Búrfellslundur) og hins vegar að segja má með lóðarmörk við miðhálendislínuna og með áhrifasvæði inn á hálendið (Blöndulundur). Hvernig fer það heim og saman við að stjórnvöld telji þörf á að friða hálendið gagnvart vindorkunýtingu með lagasetningu? Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að miðhálendið verði friðað gagnvart vindorkunýtingu. Engu að síður eru þau tvö vindorkuver sem eru í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar áformuð innan eða á jaðri miðhálendisins. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir nýrri, einfaldari málsmeðferð sem beita megi fyrir áform um vindorkuver sem uppfylla tiltekin skilyrði. Eitt þessara skilyrða er að orkan frá vindorkuverinu fari til orkuskipta og kolefnishlutleysis. Eins fallega og þetta hljómar, er erfitt að sjá hvernig unnt á að vera að beita þessu skilyrði í reynd. Væntanlega mun verkefnisstjórn rammaáætlunar, sem á að fara með afgreiðslu þessara mála, almennt ekki geta ályktað annað en að meira og minna öll áformuð vindorkuver uppfylli þetta skilyrði, þótt engin vissa verði fyrir því að orkan skili sér á endanum til almennra notenda og orkuskipta innanlands. Höfum í þessu sambandi í huga að reynslan sýnir okkur að megnið af þeirri raforku sem hefur bæst við íslenska raforkukerfið á síðustu tveimur áratugum hefur fyrst og fremst farið til stóriðju og gagnavera, fremur en til að tryggja raforkuöryggi landsmanna eða til orkuskipta eða kolefnishlutleysis á Íslandi. Fyrir þessa einfaldari málsmeðferð er einnig sett fram sem skilyrði að vindorkuverið þurfi að vera áformað á landi sem er „almennt raskað af mannavöldum“. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að vindorkuver eru landfrek og meðal annars þess vegna er erfitt að sjá hvernig þetta skilyrði verður túlkað. Hægt væri að staldra við fleiri skilyrði sem lögð eru til í frumvarpinu fyrir þessa einfaldari málsmeðferð sem virka býsna matskennd, svo sem hvað átt er við með því að vindorkuver „rýri ekki um of“ og hvað teljast vera „mikilvægir verndarhagsmunir“. Þá vekja tillögur sem settar eru fram í frumvarpinu um að sveitarfélög verði ekki bundin af rammaáætlun hvað varðar vindorku ýmsar spurningar. Hvað þýðir það gagnvart tilviki þar sem rammaáætlun setur vindorkukost í biðflokk eða verndarflokk? Getur sveitarstjórn þá engu að síður gert ráð fyrir því vindorkuveri í sínu skipulagi? Og hvað með tilvikið þegar vindorkuverið er sannarlega talið mikilvægt fyrir þjóðarhag og með ásættanleg áhrif á umhverfi og samfélag. Er eðlilegt að sveitarstjórn geti hafnað því? Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að sveitarfélögin hér á landi eru mörg hver vanburðug til að kljást við flókin og stór skipulagsmál eins og hér er um að ræða. Erum við á réttri leið með því að færa ákvörðunarvald um þessar stóru innviðaframkvæmdir og stóru hagsmuni alfarið til sveitarfélaganna? Að mínu viti gengur það eiginlega þvert á það sem almennt er talið eiga við varðandi staðbundnar skipulagsákvarðanir um stærri almannahagsmuni. Þá má velta fyrir sér hvar og hvernig samlegðaráhrif vindorkuvera verða metin, ef þau eru ekki tekin fyrir í landsdekkandi áætlun, heldur eingöngu í skipulagsáætlunum einstakra sveitarfélaga. Sjálfbær nýting orkuauðlinda til framtíðar Við þurfum að vera meðvituð um sérstöðu og fjölþætt neikvæð áhrif vindorkunýtingar á umhverfi og samfélag. Vindorkan er engu að síður augljóslega spennandi orkugjafi til nýtingar á tímum þegar samfélagið vinnur að þróun hringrásarhagkerfis, orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Í tillögu ráðherra að stefnu stjórnvalda um vindorku er sett fram markmið um að vindorkunýting verði ein af grunnstoðum orkuöflunar landsins auk vatnsafls og jarðvarma. Viljum við stefna að því, ef við höfum í huga áðurnefnda skilgreiningu á sjálfbærri orku, það er að það sé orka úr endurnýjanlegum auðlindum sem er nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag? Á Íslandi getur vel verið að einhver, takmörkuð vindorkunýting geti uppfyllt skilyrði um sjálfbæra orkunýtingu, en að teknu tilliti til sérstöðu íslenskrar náttúru og landslags og þeirrar miklu raforku sem við höfum þegar aflað og getum enn aflað með vatnsafli og jarðvarma, þá hef ég efasemdir um að við eigum að miða að því að vindorkunýting á landi verði veigamikil grunnstoð orkuöflunar landsins. Það sem þarf að liggja til grundvallar allri ákvarðanatöku um landnýtingu almennt og þá einnig ákvarðanatöku um nýtingu lands til orkuframleiðslu, er hvað skilar samfélaginu til frambúðar ásættanlegri og helst bestu niðurstöðu. Þar eru lykilbreyturnar að vera innan marka sjálfbærrar nýtingar og að samfélagið njóti afraksturs nýtingarinnar. Það gildir alveg það sama um nýtingu náttúruauðlinda á landi og gildir um nýtingu sjávarauðlinda. Þetta eru takmarkaðar auðlindir sem við getum ekki sótt endalaust meira af. Jafnvel þótt eftirspurn sé eftir bæði meiri orku og meiri fiski í heiminum, þá verðum við að halda sókninni í auðlindirnar innan marka þess sem umhverfi og samfélag þola. Þetta höfum við náð að tileinka okkur býsna vel varðandi auðlindir hafsins. Við látum vísindamenn segja til um þol nytjastofna gagnvart veiðum og við höfum beitt hugviti og þekkingu til að bæta nýtingu og hámarka virði aflans. Umræðan um sóknina í orkuauðlindirnar virðist því miður vera stödd á öðrum stað. Þar virðumst við ætla að láta óþrjótandi eftirspurn eftir orku drífa áfram sífellt meiri sókn í auðlindirnar. Þarna verðum við að staldra við. Við þurfum skýran samfélagssáttmála um það hvað við ætlum okkur varðandi orkuauðlindirnar – hvernig við tryggjum að orkan rati til nota almennings og fyrirtækjanna í landinu, til samfélagslega mikilvægra verkefna og orkuskipta, að við hámörkum nýtingu virkjaðrar orku, að við skilum ávinningi af orkunýtingunni til samfélagsins og að við höldum okkur innan marka sjálfbærrar nýtingar. Höfundur er land- og skipulagsfræðingur og aðjunkt við námsbraut í land- og ferðamálafræði HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á dögunum voru birtar niðurstöður úr könnun þar sem fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að afla grænnar orku. Eins og vænta mátti var mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni hlynntur öflun grænnar orku. Við erum væntanlega flest ef ekki öll sammála um ágæti grænnar orku og stolt af stöðu Íslands sem nýtir nær alfarið vatnsafl og jarðvarma til raforkuframleiðslu og húshitunar. En hvað er græn orka? Í alvöruumræðu um ráðstöfun náttúruauðlinda þurfum við að vita hvað við meinum með hugtökum eins og græn orka. Í dægurumræðunni er gjarnan farið frjálslega með þetta hugtak og jafnvel látið í veðri vaka að bókstaflega öll orkuöflun hér á landi, nánast af hvaða umfangi sem er, hvar sem er og til hvaða nota sem er, sé græn orka. En er það virkilega svo? Nei, auðvitað er það ekki þannig. Með hugtakinu græn orka hljótum við að eiga við, ekki eingöngu að orka sé endurnýjanleg, heldur hljótum við að eiga við það sem kallað er sjálfbær orka. Hugtakið sjálfbær orka felur ekki einvörðungu í sér að orkan komi úr endurnýjanlegum auðlindum, heldur jafnframt að hún sé nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag. Er gnótt eða skortur? Raforkukerfið okkar í dag samanstendur fyrst og fremst af vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum sem eru með uppsett afl sem nemur tæplega 3 þúsund megawöttum. Þetta eru virkjanir sem eru að langmestu leyti í opinberri eigu. Og með þessum virkjunum framleiðum við Íslendingar meiri raforku á hvert mannsbarn í landinu en nokkur önnur þjóð. Því hefur verið haldið fram að Íslendingar búi við meira rafmagnsöryggi en aðrar þjóðir þar sem við framleiðum fimmfalt af rafmagni miðað við hvað þarf til grunnþarfa samfélagsins. Um 80% þeirrar raforku sem framleidd er hér á landi fer til stóriðju og gagnavera. Eftir standa um 20% sem heimilin, almennt atvinnulíf (þjónusta, léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður) og rafvæddar samgöngur nýta. Mikil áform um nýtingu vindorku Varðandi vindorkuna, stöndum við á miklum tímamótum. Á teikniborðinu eru nú nokkrir tugir vindorkuvera víðsvegar um landið, flest hver á vegum einkaaðila, sem myndu til samans, ef reist væru, geta haft uppsett afl upp á kannski 3-4 þúsund megavött. Það er jafnmikið eða jafnvel meira en núverandi raforkukerfi landsins. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að vindorkan þarf svokallaða jöfnunarorku frá öðrum raforkuverum, þegar vindurinn blæs ekki, og þá er gjarnan horft til vatnsaflsvirkjana. Svo að ef af byggingu þessara vindorkuvera ætti að verða, gæti jafnframt þurft að byggja upp talsvert af vatnsaflsvirkjunum til viðbótar því sem er í dag. Fjölmargar hugmyndir hafa verið settar fram á undanförnum árum um vindorkuver. Myndin sýnir kortlagningu Hlyns Aðalsteinssonar í BS verkefni hans í landfræði við HÍ 2024 á fyrirliggjandi áformum um vindorkuver. Með þessi gríðarmiklu áform um nýja tegund orkunýtingar í pípunum, að megninu til af hálfu einkaaðila, viðvarandi málflutning ákveðinna hópa um orkuskort og veigamikil samfélagsmarkmið um kolefnishlutleysi er brýnna en sennilega nokkru sinni fyrr að við tölum skýrt og að orðin sem við notum hafi skýra merkingu. Að við vitum hvað við meinum með hugtökum eins og græn orka. Og að við tryggjum að lagarammi og stjórnsýsla skapi trausta umgjörð um farsælar og góðar ákvarðanir um sjálfbæra nýtingu auðlinda þjóðarinnar, samfélaginu til heilla til langs tíma. Landþörf vindorkunýtingar og umhverfisáhrif Vindorkan er um margt ólík viðfangs samanborið við vatnsafl og jarðvarma, þegar kemur að ákvörðunum um ráðstöfun lands til ólíkrar nýtingar. Vatnsaflið er jú bundið við vatnsföllin og jarðvarminn við jarðhitasvæðin, en á okkar vindasama landi getur nánast allt landið verið undir, fyrir nýtingu vindorku. Það er fleira sem gerir vindorkunýtingu að snúnu viðfangsefni í skipulagslegu tilliti. Vindorkuver eru almennt landfrek og fela í sér mikið jarðrask. Og þau fela auðvitað jafnframt í sér háar vindmyllur með umfangsmiklum spöðum á stöðugri hreyfingu. Þau vindorkuver sem eru á teikniborðinu núna ná hvert og eitt gjarnan yfir nálægt 2 til 3 þúsund hektara eða 20 til 30 ferkílómetra svæði. Það er álíka stórt svæði og Reykjavík vestan Elliðaáa. Í þeim vindorkuverum sem kynnt hafa verið áform um hér á landi er gjarnan gert ráð fyrir 10 til 30 vindmyllum sem eru 150 til 200 metra háar. Fyrir hverja vindmyllu þarf gjarnan nálægt 700 fermetra steyptar undirstöður auk plana fyrir krana og spaða sem geta verið nálægt 10 þúsund fermetrar við hverja vindmyllu. Þá eru ótaldir vegir, sem þurfa að geta borið þungaflutninga, og raforkustrengir sem tengja vindmyllurnar við vegakerfið og raforkuflutningskerfið. Fullyrðingar um að vindorkuver séu afturkræfar framkvæmdir standast því tæpast skoðun. Nær er að líta á jarðrask vegna meðal vindorkuvers af sambærilegri stærðargráðu og eðli og að brjóta land undir þéttbýli. Vindorkuver kalla á mikið landrými og jarðrask og fela í sér gríðarstór mannvirki. Myndir úr umhverfismatsskýrslum sem kynntar hafa verið á undanförnum mánuðum. Fjöldi og stærð vindmylla á hverjum stað gerir svo að verkum að vindorkuver hafa bein og óbein áhrif á mun umfangsmeira landsvæði heldur en akkúrat það svæði sem vindorkuverið stendur á. Í þeim vindorkuverum sem nú eru áformuð er eins og áður segir gjarnan gert ráð fyrir 10 til 30 vindmyllum sem eru 150 til 200 metra háar. Hæstu byggingar hér á landi eru turninn við Smáratorg í Kópavogi sem er tæpir 80 metrar og Hallgrímskirkja sem er nálægt 75 metra há. Hvort tveggja eru þetta stakir turnar, en í vindorkuverunum verða þyrpingar vindmylla með spöðum á hreyfingu, þar sem vænghaf spaða getur numið nálægt 150 metrum. Í íslensku landslagi og skyggni geta því vindorkuver sést og haft áhrif á landslag og upplifun heimafólks og ferðamanna um langan veg. Hér verður ekki staldrað við margvísleg önnur umhverfisáhrif vindorkuvera, en þó er ekki hægt að sleppa því að nefna áhrif vindorkuvera á fuglalíf, sér í lagi á tegundir eins og haförninn. Haförninn – Geirfugl okkar tíma? Haförninn er meðal þeirra tegunda sem er sérlega viðkvæm gagnvart vindorkuverum. Haförninn er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi. Hann er friðaður hér á landi og telst vera tegund í hættu. Á Íslandi eru nú um 90 hafarnapör. Frjósemi þeirra er lág og fjölgun í stofninum mjög hæg. Heimkynni hafarnarins eru fyrst og fremst vestan lands, en hann flýgur jafnframt um langan veg víðar um landið. Íslenski haförninn – Geirfugl okkar tíma? (mynd: Bjarni Össurarson Rafnar). Í yfirstandandi umhverfismati eins vindorkuversins sem áformað er á Vesturlandi kemur fram að vænta megi að 13 til 14 ernir drepist vegna árekstra við vindmyllurnar yfir 25 ára tímabil. Það er býsna hátt hlutfall af stofni sem telur í dag um 90 pör og er friðaður samkvæmt lögum. Og þó að forsvarsaðilar vindorkuversins telji sig geta lækkað þessa tölu með mótvægisaðgerðum er það mat Náttúrufræðistofnunar að áhrifin séu að öllum líkindum vanmetin og verði of mikil. Og þetta er eingöngu eitt vindorkuver af mörgum sem áformuð eru vestanlands, á eða nærri mikilvægum fuglasvæðum og helstu heimkynnum hafarnarins. Lagaumgjörð og stjórnsýsla um vindorku Í dag fellur öll orkunýting á landi undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun eða rammaáætlun eins og við köllum hana í daglegu tali. Það má hins vegar segja að það sé lagaleg þurrð eða allavega lagaleg fátækt þegar kemur að umgjörð um áætlanagerð og ákvarðanatöku um hugsanlega orkunýtingu utan við ströndina, hvort heldur það væri vindorkunýting á hafi, ölduvirkjanir eða sjávarfallavirkjanir. Þetta er umhugsunarefni í ljósi þess að stórtæk vindorkunýtingaráform hafa verið sett fram á íslenska hafsvæðinu á undanförnum árum. En er rammaáætlun gott tæki til að stýra því hvar og hvernig við virkjum vindorku með sjálfbærum hætti? Svarið við því er bæði já og nei. Hvort sem horfum til vindorku, vatnsafls eða jarðvarma, þá er rammaáætlun ekki gallalaust stjórntæki. Á lögum um rammaáætlun og vinnslu hennar má finna ýmsa vankanta tengda markmiðum laganna og ráðstöfun auðlinda, skilvirkni, lýðræði og aðferðum við áhrifamat. Tillögur að lagabreytingum og stefnu stjórnvalda um vindorku Ráðherra orkumála lagði á síðasta þingi fram frumvarp til breytinga á lögum um rammaáætlun hvað varðar vindorkunýtingu, auk tillögu um að Alþingi samþykki stefnu um vindorkunýtingu. Þessi mál voru ekki afgreidd þá, en eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á ný á yfirstandandi þingi. Í frumvarpi ráðherra er lagt til að tilgreindar verði í lögum tilteknar tegundir svæða þar sem vindorkunýting komi ekki til greina. Meðal þess sem þar er lögð áhersla á er verndun miðhálendisins og óbyggðra víðerna innan þess. Það skýtur þess vegna óneitanlega skökku við að þau tvö vindorkuver sem þegar hafa verið sett í orkunýtingarflokk í rammaáætlun eru annars vegar innan miðhálendisins (Búrfellslundur) og hins vegar að segja má með lóðarmörk við miðhálendislínuna og með áhrifasvæði inn á hálendið (Blöndulundur). Hvernig fer það heim og saman við að stjórnvöld telji þörf á að friða hálendið gagnvart vindorkunýtingu með lagasetningu? Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að miðhálendið verði friðað gagnvart vindorkunýtingu. Engu að síður eru þau tvö vindorkuver sem eru í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar áformuð innan eða á jaðri miðhálendisins. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir nýrri, einfaldari málsmeðferð sem beita megi fyrir áform um vindorkuver sem uppfylla tiltekin skilyrði. Eitt þessara skilyrða er að orkan frá vindorkuverinu fari til orkuskipta og kolefnishlutleysis. Eins fallega og þetta hljómar, er erfitt að sjá hvernig unnt á að vera að beita þessu skilyrði í reynd. Væntanlega mun verkefnisstjórn rammaáætlunar, sem á að fara með afgreiðslu þessara mála, almennt ekki geta ályktað annað en að meira og minna öll áformuð vindorkuver uppfylli þetta skilyrði, þótt engin vissa verði fyrir því að orkan skili sér á endanum til almennra notenda og orkuskipta innanlands. Höfum í þessu sambandi í huga að reynslan sýnir okkur að megnið af þeirri raforku sem hefur bæst við íslenska raforkukerfið á síðustu tveimur áratugum hefur fyrst og fremst farið til stóriðju og gagnavera, fremur en til að tryggja raforkuöryggi landsmanna eða til orkuskipta eða kolefnishlutleysis á Íslandi. Fyrir þessa einfaldari málsmeðferð er einnig sett fram sem skilyrði að vindorkuverið þurfi að vera áformað á landi sem er „almennt raskað af mannavöldum“. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að vindorkuver eru landfrek og meðal annars þess vegna er erfitt að sjá hvernig þetta skilyrði verður túlkað. Hægt væri að staldra við fleiri skilyrði sem lögð eru til í frumvarpinu fyrir þessa einfaldari málsmeðferð sem virka býsna matskennd, svo sem hvað átt er við með því að vindorkuver „rýri ekki um of“ og hvað teljast vera „mikilvægir verndarhagsmunir“. Þá vekja tillögur sem settar eru fram í frumvarpinu um að sveitarfélög verði ekki bundin af rammaáætlun hvað varðar vindorku ýmsar spurningar. Hvað þýðir það gagnvart tilviki þar sem rammaáætlun setur vindorkukost í biðflokk eða verndarflokk? Getur sveitarstjórn þá engu að síður gert ráð fyrir því vindorkuveri í sínu skipulagi? Og hvað með tilvikið þegar vindorkuverið er sannarlega talið mikilvægt fyrir þjóðarhag og með ásættanleg áhrif á umhverfi og samfélag. Er eðlilegt að sveitarstjórn geti hafnað því? Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að sveitarfélögin hér á landi eru mörg hver vanburðug til að kljást við flókin og stór skipulagsmál eins og hér er um að ræða. Erum við á réttri leið með því að færa ákvörðunarvald um þessar stóru innviðaframkvæmdir og stóru hagsmuni alfarið til sveitarfélaganna? Að mínu viti gengur það eiginlega þvert á það sem almennt er talið eiga við varðandi staðbundnar skipulagsákvarðanir um stærri almannahagsmuni. Þá má velta fyrir sér hvar og hvernig samlegðaráhrif vindorkuvera verða metin, ef þau eru ekki tekin fyrir í landsdekkandi áætlun, heldur eingöngu í skipulagsáætlunum einstakra sveitarfélaga. Sjálfbær nýting orkuauðlinda til framtíðar Við þurfum að vera meðvituð um sérstöðu og fjölþætt neikvæð áhrif vindorkunýtingar á umhverfi og samfélag. Vindorkan er engu að síður augljóslega spennandi orkugjafi til nýtingar á tímum þegar samfélagið vinnur að þróun hringrásarhagkerfis, orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Í tillögu ráðherra að stefnu stjórnvalda um vindorku er sett fram markmið um að vindorkunýting verði ein af grunnstoðum orkuöflunar landsins auk vatnsafls og jarðvarma. Viljum við stefna að því, ef við höfum í huga áðurnefnda skilgreiningu á sjálfbærri orku, það er að það sé orka úr endurnýjanlegum auðlindum sem er nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag? Á Íslandi getur vel verið að einhver, takmörkuð vindorkunýting geti uppfyllt skilyrði um sjálfbæra orkunýtingu, en að teknu tilliti til sérstöðu íslenskrar náttúru og landslags og þeirrar miklu raforku sem við höfum þegar aflað og getum enn aflað með vatnsafli og jarðvarma, þá hef ég efasemdir um að við eigum að miða að því að vindorkunýting á landi verði veigamikil grunnstoð orkuöflunar landsins. Það sem þarf að liggja til grundvallar allri ákvarðanatöku um landnýtingu almennt og þá einnig ákvarðanatöku um nýtingu lands til orkuframleiðslu, er hvað skilar samfélaginu til frambúðar ásættanlegri og helst bestu niðurstöðu. Þar eru lykilbreyturnar að vera innan marka sjálfbærrar nýtingar og að samfélagið njóti afraksturs nýtingarinnar. Það gildir alveg það sama um nýtingu náttúruauðlinda á landi og gildir um nýtingu sjávarauðlinda. Þetta eru takmarkaðar auðlindir sem við getum ekki sótt endalaust meira af. Jafnvel þótt eftirspurn sé eftir bæði meiri orku og meiri fiski í heiminum, þá verðum við að halda sókninni í auðlindirnar innan marka þess sem umhverfi og samfélag þola. Þetta höfum við náð að tileinka okkur býsna vel varðandi auðlindir hafsins. Við látum vísindamenn segja til um þol nytjastofna gagnvart veiðum og við höfum beitt hugviti og þekkingu til að bæta nýtingu og hámarka virði aflans. Umræðan um sóknina í orkuauðlindirnar virðist því miður vera stödd á öðrum stað. Þar virðumst við ætla að láta óþrjótandi eftirspurn eftir orku drífa áfram sífellt meiri sókn í auðlindirnar. Þarna verðum við að staldra við. Við þurfum skýran samfélagssáttmála um það hvað við ætlum okkur varðandi orkuauðlindirnar – hvernig við tryggjum að orkan rati til nota almennings og fyrirtækjanna í landinu, til samfélagslega mikilvægra verkefna og orkuskipta, að við hámörkum nýtingu virkjaðrar orku, að við skilum ávinningi af orkunýtingunni til samfélagsins og að við höldum okkur innan marka sjálfbærrar nýtingar. Höfundur er land- og skipulagsfræðingur og aðjunkt við námsbraut í land- og ferðamálafræði HÍ
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun