„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:24 Það er ljóst að það verður kátt á hjalla hjá Jökli Andréssyni og félögum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. „Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum. Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum.
Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira