Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 07:02 Mosfellingar verða með þeim bestu á næsta ári, í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Þeir fögnuðu vel í Laugardalnum í gær. vísir/Anton Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta. Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta.
Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands
Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00