„Ábyrgðin er mín“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 08:02 Hansi Flick byrjaði frábærlega sem þjálfari Barcelona en nú hefur liðið mátt þola fyrsta tapið í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Getty/Juan Manuel Serrano Þjóðverjinn Hansi Flick tók á sig alla sök eftir fyrsta tap Barcelona undir hans stjórn í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöld. Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október. Spænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október.
Spænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira