Sport

Arnar Péturs­son átti sitt besta hlaup í Ber­lín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Pétursson hljóp eins og vindurinn í Berlín.
Arnar Pétursson hljóp eins og vindurinn í Berlín. Vísir/Hulda Margrét

Langhlauparinn Arnar Pétursson bætti sinn besta tíma í maraþoni þegar hann kom 67. í mark í Berlínarmaraþoninu í dag, sunnudag. Hann hljóp á tveimur klukkustundum, tuttugu mínútum og fjórum sekúndum.

Arnar bætti þar með sinn besta tíma um rúmlega þrjár mínútur en best átti hann 02:23:08 frá 2019 þegar hann hljóp Reykjavíkurmaraþonið á ógnarhraða.

Aðeins munaði fimm sekúndum á fljótustu mönnum dagsins í Berlín. Milkesa Mengesha frá Eþíópíu kom fyrstur í mark á tímanum 02:03:17. Þar á eftir kom Cybrian Kotut frá Kenía á tímanum 02:03:22.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×