Erlent

Ísrael gerir loft­á­rásir á Jemen

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Rústir eftir sprengjuárás Ísraela í Beirut.
Rústir eftir sprengjuárás Ísraela í Beirut. AP

Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 

„Skotmörkin voru raforkuver og höfn, sem var notuð til að flytja inn írönsk vopn og olíu. Síðastliðið ár hafa Hútar verið fjármagnaðir af Íran, og í samstarfi við herdeildir í Írak staðið að árásum gegn Ísrael og grafið undan stöðugleika á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá Ísraelsher.

Í tilkynningu frá Hútum segir að „Hernaður frá Jemen muni ekki hætta, og árásunum gegn síonistunum muni ekki linna,“ í kjölfar árásarinnar.

Ísraelar gerðu einnig loftárás á Jemen í sumar.

Sjá: Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen

Tilkynning Ísraelshers:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×