Innlent

Í­búar kalla eftir úr­bótum á hættu­legum gatna­mótum við Sæ­braut

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.  

Tugir sem glíma við þungan og langvarandi fíknivanda skila sér ekki í meðferð vegna skorts á úrræðum. Rætt verður við sérfræðing í fíknilækningum, sem telur brýnt að hópnum verði mætt, til að ná fólki úr hringiðu afbrota.

Minnst 63 hafa farist í fellibylnum Helene, sem hefur riðið yfir suðausturhluta Bandaríkjanna. Milljónir heimila eru án rafmagns og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslendingur búsettur í Georgíu segist aldrei hafa séð annað eins.

Við kíkjum á níu ára dreng, sem elskar að fá að hjálpa pabba sínum í vinnunni. Hann segir miklu skemmtilegra að aðstoða pabba en að sitja inni í skólastofu. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Klippa: Kvöldfréttir 29. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×