Af „tapi“ Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 30. september 2024 09:03 Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun