Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skiptilykli Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 11:11 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn fyrir brotið en gerði honum enga refsingu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að málið hafi verið höfðað á hendur manninum af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir að hafa laugardaginn 8. júlí 2023, á heimili sínu að haft í vörslum sínum 0,43 grömm af amfetamíni og tíu töflur af Alprazolam Krka, sem lögregla fann og haldlagði. Tók sveppi og barði sig í hausinn Í dóminum er málsatvikum lýst svo að laugardaginn 8. júlí 2023 klukkan 08:24 hafi lögregla verið kvödd að heimili mannsins vegna tilkynningar um að þar hefði karlmaður slegið sjálfan sig í höfuð með skiptilykli. Lögreglumenn hafi farið á vettvang og hitt manninn fyrir í íbúð hans á neðri hæð hússins. Þar hafi einnig verið vinur mannsins. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir manninum að hann og vinurinn hafi neytt sveppa um nóttina, og vinurinn í framhaldinu farið að berja sig í höfuðið með skiptilykli og maðurinn þá hringt í lögreglu. Smelluláspoki og lyfjaspjald Á stofuborði hafi verið leifar af fíkniefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu. Þegar maðurinn hafi verið spurður hvort önnur fíkniefni væru á heimilinu hafi hann kveðið svo geta verið og þá í litlu magni. Hann hafi heimilað lögreglu húsleit og hún farið fram að honum viðstöddum. Samkvæmt leitarskýrslu hafi meint fíkniefni fundist á nokkrum stöðum, meðal annars hvítt efni í smelluláspokum á sófaborði í stofu og á tölvuskrifborði í stofunni. Á skrifborðinu hafi fundist Alprazolam lyfjaspjald. Í annarro skýrslu séu ljósmyndir af aðkomu lögreglu á vettvang, meðal annars af smelluláspoka og tíu taflna lyfjaspjaldi á skrifborðinu og hvítu efni í plastumbúðum á sófaborði. Ekki nauðsynlegt að vita af vörslunum Í niðurstöðukafla dómsins segir að í málinu liggi fyrir og sé óumdeilt að við húsleit á heimili mannsins hafi fundist 0,43 grömm af amfetamíni og lyfjaspjald með tíu töflum af lyfinu Alprazolam Krka. Við skýrslugjöf hjá lögreglu sama dag hafi hann gengist við því að eiga umræddar töflur en verið loðnari í svörum þegar kom að eignarhaldi á amfetamíninu þótt skýrt kæmi fram að hann hafi vitað um fíkniefnin á heimili sínu og ætlað hluta þeirra og töflurnar til eigin nota. Maðurinn hafi borið með líkum hætti fyrir dómi um að hafa vitað um amfetamínið í íbúð sinni og fengið töflurnar gefins en þó kveðist ekki hafa ætlað að nota töflurnar sjálfur. Það sé ekki skilyrði fyrir vörslum að vörslumaður hafi vitneskju um vörslur sínar. Umrædd fíkniefni og ávana-og fíknilyf hafi verið geymd í íbúð mannsins og því í vörslum hans í skilningi laga um ávana-og fíkniefni. Maðurinn hafi borið hjá lögreglu og fyrir dómi að hann vissi um efnin á heimili sínu og því sé huglægum refsiskilyrðum fullnægt. Beri því að sakfella manninn fyrir þá háttsemi sem hann er borinn í ákæru Minniháttar brot og engin refsing Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að maðurinn sé rúmlega fertugur. Samkvæmt sakavottorði hafi hann þann 29. apríl 2024 verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslur fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni í þrjú skipti á síðustu þremur árum, samtals ríflega fimm grömm af metamfetamíni, ríflega 13 grömm af amfetamíni, ríflega þrjú grömm af kókaíni og tæplega 15 grömm af maríhúana. Fíkniefnalagabrotið sem maðuinn sé nú sakfelldur fyrir hafi verið framið fyrir uppkvaðningu nefnds dóms og teljist hegningarauki við hann í skilningi almennra hegningarlaga. Hið nýja brot þyki smáfellt og því ekki haldbær ástæða til að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu. Með hliðsjón af refsiákvörðun í þeim dómi og öðru því sem að framan er rakið þyki ekki rétt að gera manninum frekari refsingu í þessu máli. Þá segir að engan sakarkostnað hafi leitt af rannsókn og meðferð málsins. Manninum var þó gert að sæta upptöku á haldlögðum 0,43 grömmum af amfetamíni og tíu töflum af Alprazolam Krka. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að málið hafi verið höfðað á hendur manninum af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir að hafa laugardaginn 8. júlí 2023, á heimili sínu að haft í vörslum sínum 0,43 grömm af amfetamíni og tíu töflur af Alprazolam Krka, sem lögregla fann og haldlagði. Tók sveppi og barði sig í hausinn Í dóminum er málsatvikum lýst svo að laugardaginn 8. júlí 2023 klukkan 08:24 hafi lögregla verið kvödd að heimili mannsins vegna tilkynningar um að þar hefði karlmaður slegið sjálfan sig í höfuð með skiptilykli. Lögreglumenn hafi farið á vettvang og hitt manninn fyrir í íbúð hans á neðri hæð hússins. Þar hafi einnig verið vinur mannsins. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir manninum að hann og vinurinn hafi neytt sveppa um nóttina, og vinurinn í framhaldinu farið að berja sig í höfuðið með skiptilykli og maðurinn þá hringt í lögreglu. Smelluláspoki og lyfjaspjald Á stofuborði hafi verið leifar af fíkniefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu. Þegar maðurinn hafi verið spurður hvort önnur fíkniefni væru á heimilinu hafi hann kveðið svo geta verið og þá í litlu magni. Hann hafi heimilað lögreglu húsleit og hún farið fram að honum viðstöddum. Samkvæmt leitarskýrslu hafi meint fíkniefni fundist á nokkrum stöðum, meðal annars hvítt efni í smelluláspokum á sófaborði í stofu og á tölvuskrifborði í stofunni. Á skrifborðinu hafi fundist Alprazolam lyfjaspjald. Í annarro skýrslu séu ljósmyndir af aðkomu lögreglu á vettvang, meðal annars af smelluláspoka og tíu taflna lyfjaspjaldi á skrifborðinu og hvítu efni í plastumbúðum á sófaborði. Ekki nauðsynlegt að vita af vörslunum Í niðurstöðukafla dómsins segir að í málinu liggi fyrir og sé óumdeilt að við húsleit á heimili mannsins hafi fundist 0,43 grömm af amfetamíni og lyfjaspjald með tíu töflum af lyfinu Alprazolam Krka. Við skýrslugjöf hjá lögreglu sama dag hafi hann gengist við því að eiga umræddar töflur en verið loðnari í svörum þegar kom að eignarhaldi á amfetamíninu þótt skýrt kæmi fram að hann hafi vitað um fíkniefnin á heimili sínu og ætlað hluta þeirra og töflurnar til eigin nota. Maðurinn hafi borið með líkum hætti fyrir dómi um að hafa vitað um amfetamínið í íbúð sinni og fengið töflurnar gefins en þó kveðist ekki hafa ætlað að nota töflurnar sjálfur. Það sé ekki skilyrði fyrir vörslum að vörslumaður hafi vitneskju um vörslur sínar. Umrædd fíkniefni og ávana-og fíknilyf hafi verið geymd í íbúð mannsins og því í vörslum hans í skilningi laga um ávana-og fíkniefni. Maðurinn hafi borið hjá lögreglu og fyrir dómi að hann vissi um efnin á heimili sínu og því sé huglægum refsiskilyrðum fullnægt. Beri því að sakfella manninn fyrir þá háttsemi sem hann er borinn í ákæru Minniháttar brot og engin refsing Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að maðurinn sé rúmlega fertugur. Samkvæmt sakavottorði hafi hann þann 29. apríl 2024 verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslur fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni í þrjú skipti á síðustu þremur árum, samtals ríflega fimm grömm af metamfetamíni, ríflega 13 grömm af amfetamíni, ríflega þrjú grömm af kókaíni og tæplega 15 grömm af maríhúana. Fíkniefnalagabrotið sem maðuinn sé nú sakfelldur fyrir hafi verið framið fyrir uppkvaðningu nefnds dóms og teljist hegningarauki við hann í skilningi almennra hegningarlaga. Hið nýja brot þyki smáfellt og því ekki haldbær ástæða til að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu. Með hliðsjón af refsiákvörðun í þeim dómi og öðru því sem að framan er rakið þyki ekki rétt að gera manninum frekari refsingu í þessu máli. Þá segir að engan sakarkostnað hafi leitt af rannsókn og meðferð málsins. Manninum var þó gert að sæta upptöku á haldlögðum 0,43 grömmum af amfetamíni og tíu töflum af Alprazolam Krka.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira