Hinn 43 ára gamli Eto‘o gerði garðinn frægan með Barcelona og Inter. Vann hann meðal annars þrennuna tvö ár í röð. Einnig spilaði hann fyrir Real Madríd, Chelsea og Everton ásamt öðrum félögum á glæstum ferli sínum. Þá spilaði hann 118 A-landsleiki fyrir Kamerún og skoraði í þeim 56 mörk.

Hann hefur verið forseti Fecafoot frá desember 2021en það hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. FIFA hefur nú dæmt framherjann fyrrverandi í hálfs árs bann frá öllum landsleikjum Kamerún, karla og kvenna í öllum aldursflokkum.
Ástæðan er slæm hegðun Eto‘o í leik U-20 ára landsliðs kvenna í september síðastliðnum. Þá tapaði Kamerún 3-1 fyrir Brasilíu í framlengdum leik og var hegðun Eto‘o ekki boðleg þar sem hann lét leikmenn og aðra heyra það.
Í frétt BBC, breska ríkisúvarpsins, um málið segir að FIFA hafi látið Eto´o vita af ákvörðuninni sem tók tafarlaust gildi.