Erlent

Ísraels­her ræðst inn í Líbanon

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ísraelar hafa sent hermenn sína inn í Líbanon en loftárásir Ísraelshers hafa dunið á landinu undanfarnar tvær vikur.
Ísraelar hafa sent hermenn sína inn í Líbanon en loftárásir Ísraelshers hafa dunið á landinu undanfarnar tvær vikur. AP

Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 

Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem Ísraelsher staðfestir innrásina.

Innrás hersins hefur vofað yfir í allan dag og virðist nú vera hafin. Umfang árásarinnar er þó ekki enn alveg vitað og mun sennilega byggjast á áhlaupum sem þessum frekar en allsherjarinnrás.

Vafalaust mun herinn mæta töluverðrir andspyrnu því þrátt fyrir að Ísraelum hafi tekist að fella fjölda leiðtoga Hezbollah þá búa samtökin yfir tugum þúsunda vopnaðra hermanna.

Gríðarlegur fjöldi fallið í loftárásum

Ísraelsher hóf loftárásir á sunnanverða Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrr í kvöld. Íbúar þriggja hverfa í borginni voru beðnir að yfirgefa heimili sín og hófust loftárásirnar í kjölfarið. 

Fleiri en þúsund manns hafa látist í loftárásum Ísraela á Líbanon á undanförnum tveimur vikum og segja yfirvöld þar í landi að hátt í milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín.

AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar

Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum.

Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hez­bollah

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×