Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 07:22 Göngugarparnir veiktust flestir af nóróveiru í sumar. Mynd/Stöð 2. Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. „Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira