„Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2024 07:00 Ef eiginkonan er að vakna allar nætur í hitakófi eru allar líkur á að það sé að trufla svefn eiginmannsins líka, segir Halldóra Skúladóttir,breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks sem dæmi um hvernig breytingaskeið kvenna er líka að hafa áhrif á karla vinnustaði. Vísir/Vilhelm „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. Ef konan er til dæmis alltaf að vakna á næturnar í þessu svakalegu hitakófi er ekkert óalgengt að eiginmaðurinn sé þá að vakna líka. Svefninn verður því fyrir truflun hjá báðum aðilum.“ Halldóra segir sumar þjóðir komnar lengra en við hvað varðar það að vinnustaðir séu vel vakandi yfir breytingaskeiðinu og þeim áhrifum sem það getur haft á starfsfólk. Bæði konur og karla. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin en Mannauðsdagurinn verður haldinn á föstudag í Hörpu. Uppselt er á Mannauðsdaginn, en hægt er að skrá sig á biðlista hér. Allir verða fyrir áhrifum Halldóra er meðal fyrirlesara á Mannauðsdeginum en þetta er þriðji veturinn sem hún starfar sem breytingaskeiðsráðgjafi, þar sem hún heimsækir vinnustaði af ýmsum stærðum og gerðum, til að ræða tvennt: Annars vegar breytingaskeiðið og hins vegar áhrifin af breytingaskeiðinu á vinnustaði. „Samkvæmt tölum frá Bretlandi upplifa 75% kvenna einkenni breytingaskeiðsins í meðallagi eða mikið. Allt að fjórðungur kvenna upplifir lífshamlandi einkenni og með tilliti til þess að konur eru 51% mannkyns er auðvelt að átta sig á því hvers vegna vanlíðan eða lífshamlandi einkenni breytingaskeiðsins getur haft áhrif víða.“ Að sögn Halldóru, sýna niðurstöður rannsókna að hamlandi einkenni breytingaskeiðs geta haft áhrif á starfsgetu, leitt til veikinda og brottfalls af vinnumarkaði, haft áhrif á starfsframa kvenna og réttindaöflun. Sem betur fer er breytingaskeið kvenna ekki lengur einkamál kvenna. Enda getur breytingaskeiðið verið að hafa áhrif á svo marga: Yfirmaðurinn þinn getur verið á breytingaskeiðinu, samstarfsaðili þinn, maki eða maki samstarfsaðilans og svo framvegis.“ Halldóra hefur sjálf upplifað erfið einkenni breytingaskeiðsins, en hún er 51 árs. „Í fyrsta sinn á ævinni upplifði ég mjög mikinn kvíða og depurð sem er mjög ólíkt mér og ég hafði miklar áhyggjur af því hvað væri eiginlega að gerast með mig. Og auðvitað hafði þetta áhrif á manninn minn líka, því hann var með áhyggjur af mér.“ En hvað með breytingaskeið karla? „Þetta er spurning sem kemur ansi oft upp í fyrirlestrum hjá mér,“ segir Halldóra og brosir. „Þegar ég heimsæki vinnustaði og er með fræðslu, er gjarnan spurt um breytingaskeið karla. Sem vissulega fara í gegnum breytingaskeið líka, en einkennin hjá þeim eru ekki eins dramatísk og hjá konum sem upplifa lífshamlandi einkenni, þess vegna er kannski minna um þeirra mál rætt.“ Halldóra segir útskýringuna að hluta til vegna þess að hjá karlmönnum eða einstaklingum fæddir sem karlmenn, eru mestu breytingarnar á einu kynhormóni: Testeróni. Hjá konum, eða einstaklingum sem fæddir eru sem konur, eru breytingarnar hins vegar á þremur kynhormónum: Estrógeni, prógesteróni og testósteróni.“ Árin fyrir tíðarlok hjá konum er það tímabil sem oftast veldur mestum usla en um fjórðungur kvenna upplifir lífshamlandi einkenni breytingaskeiðsins. Kvíði, depurð, pirringur, samskiptaörðugleikar og alls kyns núningar geta komið upp. Í vinnunni sem og annars staðar.Vísir/Vilhelm Einkenni og áhrif Halldóra segir ekkert mjög langt síðan vísindin áttuðu sig á því að konur eru líka með testóreón. Þekktari eru estrógen og prógesterón kynhormónin, því meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahringnum. „Það eru þessi ár í aðdraganda tíðarlokanna sem geta verið hvað erfiðust fyrir konur. Sem síðan getur haft áhrif á samskiptin á vinnustað, á móralinn, pirringur skapast eða núningur og svo framvegis. Allt vegna þess að konan er að fara í gegnum hormónabreytingar sem hún ræður ekki við.“ Halldóra segir líka svo margt verða undarlegt á þessu skeiði. „Fólk er ekkert endilega að skilja það ef samstarfskona í vinnunni biður um að glugginn sé opnaður þegar það er frost og gaddur úti. En hún í hitakófi.“ Algengt er að konur hefji þetta skeið á fimmtugsaldrinum, en Halldóra segir samt að hormónabreytingar geti hafist um og eftir 35 ára aldurinn. Skeið tvö er þegar tíðarlokin sjálf eru. „Það má segja að þetta stig tvö sé bara einn dagur: Sjálfur dagurinn þegar tíðarlokin teljast formleg en það er tólf mánuðum eftir síðustu blæðingar.“ Skeið þrjú eru síðan árin sem taka við eftir og varir út ævina. „Þá tekur við tímabil og einkennin verða oft mildari en á fyrsta stiginu. Þarna geta komið inn sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, beinþynning, sykursýki, þvagfærasýkingar, tíðar blöðrubólgur, þvagleki, þurrkur í leggöngum, legsig og fleira.“ Sem dæmi nefnir Halldóra að þegar að konur eru komnar í tíðalok, aukast líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem er algengasta dánarorsök kvenna og dregur sjö sinnum fleiri til dauða en brjóstakrabbamein. Vísir mun fjalla nánar um niðurstöður rannsóknar þar sem meðal annars má sjá í niðurstöðum, hversu mikil áhrif breytingaskeiðið er að hafa á vinnustöðum. Veikindaleyfi, að missa fólk úr starfi, starfsmannavelta og svo framvegis eru þó mjög dýrir liðir í rekstri og því mælir Halldóra með að vinnustaðir gerist breytingaskeiðsvænir.Vísir/Vilhelm En snúum okkur þá að k örlunum. „Því miður er enn svolítið feimnismál að ræða breytingaskeið karla sem á ensku kallast andropause og þau áhrif sem það getur haft,“ segir Halldóra en vonar að úr því rætist. „Til þess að opna umræðuna, þarf að hvetja karlmennina sjálfa til að segja frá og taka samtalið.“ Halldóra segir að þar sem mestar breytingar verða á einu hormóni, miðað við þremur hjá konum, séu áhrifin af hormónabreytingunum línulegri hjá körlum. „Þar af leiðandi hefur breytingaskeið karla minni áhrif og veldur ekki stórum sveiflum í líðan þeirra,“ segir Halldóra en bætir við: „En það er ekki þar með sagt að karlmönnum geti ekki liðið illa. Því þetta er tímabilið þar sem fitusöfnun getur byrjað að breytast, þeir geta upplifað ákveðna depurð, meiri þreytu og dregið úr virkni þeirra. Þá hefur það áhrif á vöðvamassann og getuna þeirra til að byggja upp vöðva, sem verður erfiðari en áður. Það viðkvæmasta er síðan risvandamál sem hafa oft andleg áhrif á það hvernig karlmenn eru að upplifa sína karlmennsku. „Líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum aukast líka í kjölfarið hjá karlmönnum og í alla staði er tilefni til þess að fræðsla á vinnustöðum taki líka tillit til þessa tímabils hjá körlum.“ Reynsla Halldóru er sú að vinnustaðakúltúr verði til frá toppnum og niður. Þess vegna er ekki nóg að vera með fræðslu eða að breytingaskeiðið sé liður í heilsustefnunni. Æðsta stjórnin í fyrirtækinu þarf að vera með í verkefninu og styðja við að vinnustaðurinn verði breytingaskeiðsvænn vinnustaður.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Verður að koma ofan frá Halldóra segir sumar þjóðir komnar lengra en Ísland hvað varðar breytingaskeiðsvæna vinnustaði. „Við fjölskyldan bjuggum lengi í Bretlandi og þar er breytingaskeiðið víða orðið að hluta heilsustefnu vinnustaða,“ segir Halldóra en bætir við: „Það er samt ekki nóg að vera með heilsustefnu innan vinnustaða. Stóra málið er að allt starfsfólk þekki heilsustefnuna og hvað hún felur í sér.“ Sem dæmi nefnir hún vinnustað sem hún veit sjálf til þess að hafi mótað sér mjög góða og heildræna heilsustefnu þar sem breytingaskeiðið fékk sitt pláss. „En þegar að ég fór að ræða við mismunandi hópa og svið innan vinnustaðarins kom í ljós að fæstir vissu að fyrirtækið væri með einhverja stefnu varðandi breytingaskeiðið. Því hún var auðvitað bara ofan í skúffu einhvers staðar….“ Halldóra segir fræðslu lykilatriði en þar þurfi vinnustaðir líka að vera vakandi. „Ég er alveg búin að læra það á þessum árum sem ég hef verið að heimsækja fyrirtæki að það er ekki nóg að vera með fræðslufund einu sinni og haka síðan bara í boxið: Tékk, við erum búin að þessu,“ segir Halldóra og bætir við: „Því svona fræðsla þarf að vera reglubundin og lifandi. Þetta er samtal sem þarf að taka aftur og aftur og alls ekki umræðuefni sem einfaldlega tæmist eða lærist hjá öllu starfsfólki vegna þess að það er boðað til eins fundar.“ Halldóra segist oft spurð að því hvort breytingaskeiðið sé ekki einkamál hvers og eins. Við skulum þá bara ræða peningahliðina. Því veikindaleyfi eru dýr, starfsmannavelta er dýr, að missa frá sér verðmætt starfsfólk er dýrt.“ Að allir séu með á nótunum skiptir hins vegar sköpum. Þannig skapast umburðarlyndi gagnvart því að við erum öll ólík. „Ég nefni sem dæmi: Kona sem er að upplifa lífshamlandi einkenni, ræðir við yfirmann sinn um sína líðan. Yfirmaðurinn er líka kona en fór létt í gegnum breytingaskeiðið og svarar: Blessuð vertu, þetta er nú ekkert svo alvarlegt, þú kemst alveg í gegnum þetta….“ Því jú; ekki allar konur upplifa svona mikil einkenni en jafn brýnt fyrir alla hópa að vita og skilja sem mest um hinn: Þær konur sem ekki upplifa mikil einkenni og jafnvel engin, þurfa að skilja að meirihluti kvenna upplifir einkenni og þar af um fjórðungur lífshamlandi einkenni. Að sama skapi þurfa konur sem upplifa einkenni að skilja að um fjórðungur kvenna einfaldlega upplifir mjög lítil eða væg einkenni. Þetta þarf síðan að yfirfærast yfir á alla hópa innan fyrirtækisins: Konur og karla. „Þannig að allir séu upplýstir og því er fræðsla svo mikilvægur liður í því að gera vinnustaði breytingaskeiðsvæna. Til þess að vel takist til er þó eitt mikilvægasta lykilatriðið eftir hvað varðar vinnustaði. Samtalið og stefnan þarf að koma ofan frá. Þetta er ekki mál sem hægt er að taka öðruvísi en frá toppnum og niður því að vinnukúltúrinn einfaldlega leiðist af þeim sem stjórna í efsta lagi. Ef sá hópur er ekki með, er mín reynsla sú að það að gera vinnustaðinn breytingaskeiðsvænan einfaldlega tekst síður. Geðheilbrigði Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ef konan er til dæmis alltaf að vakna á næturnar í þessu svakalegu hitakófi er ekkert óalgengt að eiginmaðurinn sé þá að vakna líka. Svefninn verður því fyrir truflun hjá báðum aðilum.“ Halldóra segir sumar þjóðir komnar lengra en við hvað varðar það að vinnustaðir séu vel vakandi yfir breytingaskeiðinu og þeim áhrifum sem það getur haft á starfsfólk. Bæði konur og karla. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin en Mannauðsdagurinn verður haldinn á föstudag í Hörpu. Uppselt er á Mannauðsdaginn, en hægt er að skrá sig á biðlista hér. Allir verða fyrir áhrifum Halldóra er meðal fyrirlesara á Mannauðsdeginum en þetta er þriðji veturinn sem hún starfar sem breytingaskeiðsráðgjafi, þar sem hún heimsækir vinnustaði af ýmsum stærðum og gerðum, til að ræða tvennt: Annars vegar breytingaskeiðið og hins vegar áhrifin af breytingaskeiðinu á vinnustaði. „Samkvæmt tölum frá Bretlandi upplifa 75% kvenna einkenni breytingaskeiðsins í meðallagi eða mikið. Allt að fjórðungur kvenna upplifir lífshamlandi einkenni og með tilliti til þess að konur eru 51% mannkyns er auðvelt að átta sig á því hvers vegna vanlíðan eða lífshamlandi einkenni breytingaskeiðsins getur haft áhrif víða.“ Að sögn Halldóru, sýna niðurstöður rannsókna að hamlandi einkenni breytingaskeiðs geta haft áhrif á starfsgetu, leitt til veikinda og brottfalls af vinnumarkaði, haft áhrif á starfsframa kvenna og réttindaöflun. Sem betur fer er breytingaskeið kvenna ekki lengur einkamál kvenna. Enda getur breytingaskeiðið verið að hafa áhrif á svo marga: Yfirmaðurinn þinn getur verið á breytingaskeiðinu, samstarfsaðili þinn, maki eða maki samstarfsaðilans og svo framvegis.“ Halldóra hefur sjálf upplifað erfið einkenni breytingaskeiðsins, en hún er 51 árs. „Í fyrsta sinn á ævinni upplifði ég mjög mikinn kvíða og depurð sem er mjög ólíkt mér og ég hafði miklar áhyggjur af því hvað væri eiginlega að gerast með mig. Og auðvitað hafði þetta áhrif á manninn minn líka, því hann var með áhyggjur af mér.“ En hvað með breytingaskeið karla? „Þetta er spurning sem kemur ansi oft upp í fyrirlestrum hjá mér,“ segir Halldóra og brosir. „Þegar ég heimsæki vinnustaði og er með fræðslu, er gjarnan spurt um breytingaskeið karla. Sem vissulega fara í gegnum breytingaskeið líka, en einkennin hjá þeim eru ekki eins dramatísk og hjá konum sem upplifa lífshamlandi einkenni, þess vegna er kannski minna um þeirra mál rætt.“ Halldóra segir útskýringuna að hluta til vegna þess að hjá karlmönnum eða einstaklingum fæddir sem karlmenn, eru mestu breytingarnar á einu kynhormóni: Testeróni. Hjá konum, eða einstaklingum sem fæddir eru sem konur, eru breytingarnar hins vegar á þremur kynhormónum: Estrógeni, prógesteróni og testósteróni.“ Árin fyrir tíðarlok hjá konum er það tímabil sem oftast veldur mestum usla en um fjórðungur kvenna upplifir lífshamlandi einkenni breytingaskeiðsins. Kvíði, depurð, pirringur, samskiptaörðugleikar og alls kyns núningar geta komið upp. Í vinnunni sem og annars staðar.Vísir/Vilhelm Einkenni og áhrif Halldóra segir ekkert mjög langt síðan vísindin áttuðu sig á því að konur eru líka með testóreón. Þekktari eru estrógen og prógesterón kynhormónin, því meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahringnum. „Það eru þessi ár í aðdraganda tíðarlokanna sem geta verið hvað erfiðust fyrir konur. Sem síðan getur haft áhrif á samskiptin á vinnustað, á móralinn, pirringur skapast eða núningur og svo framvegis. Allt vegna þess að konan er að fara í gegnum hormónabreytingar sem hún ræður ekki við.“ Halldóra segir líka svo margt verða undarlegt á þessu skeiði. „Fólk er ekkert endilega að skilja það ef samstarfskona í vinnunni biður um að glugginn sé opnaður þegar það er frost og gaddur úti. En hún í hitakófi.“ Algengt er að konur hefji þetta skeið á fimmtugsaldrinum, en Halldóra segir samt að hormónabreytingar geti hafist um og eftir 35 ára aldurinn. Skeið tvö er þegar tíðarlokin sjálf eru. „Það má segja að þetta stig tvö sé bara einn dagur: Sjálfur dagurinn þegar tíðarlokin teljast formleg en það er tólf mánuðum eftir síðustu blæðingar.“ Skeið þrjú eru síðan árin sem taka við eftir og varir út ævina. „Þá tekur við tímabil og einkennin verða oft mildari en á fyrsta stiginu. Þarna geta komið inn sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, beinþynning, sykursýki, þvagfærasýkingar, tíðar blöðrubólgur, þvagleki, þurrkur í leggöngum, legsig og fleira.“ Sem dæmi nefnir Halldóra að þegar að konur eru komnar í tíðalok, aukast líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem er algengasta dánarorsök kvenna og dregur sjö sinnum fleiri til dauða en brjóstakrabbamein. Vísir mun fjalla nánar um niðurstöður rannsóknar þar sem meðal annars má sjá í niðurstöðum, hversu mikil áhrif breytingaskeiðið er að hafa á vinnustöðum. Veikindaleyfi, að missa fólk úr starfi, starfsmannavelta og svo framvegis eru þó mjög dýrir liðir í rekstri og því mælir Halldóra með að vinnustaðir gerist breytingaskeiðsvænir.Vísir/Vilhelm En snúum okkur þá að k örlunum. „Því miður er enn svolítið feimnismál að ræða breytingaskeið karla sem á ensku kallast andropause og þau áhrif sem það getur haft,“ segir Halldóra en vonar að úr því rætist. „Til þess að opna umræðuna, þarf að hvetja karlmennina sjálfa til að segja frá og taka samtalið.“ Halldóra segir að þar sem mestar breytingar verða á einu hormóni, miðað við þremur hjá konum, séu áhrifin af hormónabreytingunum línulegri hjá körlum. „Þar af leiðandi hefur breytingaskeið karla minni áhrif og veldur ekki stórum sveiflum í líðan þeirra,“ segir Halldóra en bætir við: „En það er ekki þar með sagt að karlmönnum geti ekki liðið illa. Því þetta er tímabilið þar sem fitusöfnun getur byrjað að breytast, þeir geta upplifað ákveðna depurð, meiri þreytu og dregið úr virkni þeirra. Þá hefur það áhrif á vöðvamassann og getuna þeirra til að byggja upp vöðva, sem verður erfiðari en áður. Það viðkvæmasta er síðan risvandamál sem hafa oft andleg áhrif á það hvernig karlmenn eru að upplifa sína karlmennsku. „Líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum aukast líka í kjölfarið hjá karlmönnum og í alla staði er tilefni til þess að fræðsla á vinnustöðum taki líka tillit til þessa tímabils hjá körlum.“ Reynsla Halldóru er sú að vinnustaðakúltúr verði til frá toppnum og niður. Þess vegna er ekki nóg að vera með fræðslu eða að breytingaskeiðið sé liður í heilsustefnunni. Æðsta stjórnin í fyrirtækinu þarf að vera með í verkefninu og styðja við að vinnustaðurinn verði breytingaskeiðsvænn vinnustaður.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Verður að koma ofan frá Halldóra segir sumar þjóðir komnar lengra en Ísland hvað varðar breytingaskeiðsvæna vinnustaði. „Við fjölskyldan bjuggum lengi í Bretlandi og þar er breytingaskeiðið víða orðið að hluta heilsustefnu vinnustaða,“ segir Halldóra en bætir við: „Það er samt ekki nóg að vera með heilsustefnu innan vinnustaða. Stóra málið er að allt starfsfólk þekki heilsustefnuna og hvað hún felur í sér.“ Sem dæmi nefnir hún vinnustað sem hún veit sjálf til þess að hafi mótað sér mjög góða og heildræna heilsustefnu þar sem breytingaskeiðið fékk sitt pláss. „En þegar að ég fór að ræða við mismunandi hópa og svið innan vinnustaðarins kom í ljós að fæstir vissu að fyrirtækið væri með einhverja stefnu varðandi breytingaskeiðið. Því hún var auðvitað bara ofan í skúffu einhvers staðar….“ Halldóra segir fræðslu lykilatriði en þar þurfi vinnustaðir líka að vera vakandi. „Ég er alveg búin að læra það á þessum árum sem ég hef verið að heimsækja fyrirtæki að það er ekki nóg að vera með fræðslufund einu sinni og haka síðan bara í boxið: Tékk, við erum búin að þessu,“ segir Halldóra og bætir við: „Því svona fræðsla þarf að vera reglubundin og lifandi. Þetta er samtal sem þarf að taka aftur og aftur og alls ekki umræðuefni sem einfaldlega tæmist eða lærist hjá öllu starfsfólki vegna þess að það er boðað til eins fundar.“ Halldóra segist oft spurð að því hvort breytingaskeiðið sé ekki einkamál hvers og eins. Við skulum þá bara ræða peningahliðina. Því veikindaleyfi eru dýr, starfsmannavelta er dýr, að missa frá sér verðmætt starfsfólk er dýrt.“ Að allir séu með á nótunum skiptir hins vegar sköpum. Þannig skapast umburðarlyndi gagnvart því að við erum öll ólík. „Ég nefni sem dæmi: Kona sem er að upplifa lífshamlandi einkenni, ræðir við yfirmann sinn um sína líðan. Yfirmaðurinn er líka kona en fór létt í gegnum breytingaskeiðið og svarar: Blessuð vertu, þetta er nú ekkert svo alvarlegt, þú kemst alveg í gegnum þetta….“ Því jú; ekki allar konur upplifa svona mikil einkenni en jafn brýnt fyrir alla hópa að vita og skilja sem mest um hinn: Þær konur sem ekki upplifa mikil einkenni og jafnvel engin, þurfa að skilja að meirihluti kvenna upplifir einkenni og þar af um fjórðungur lífshamlandi einkenni. Að sama skapi þurfa konur sem upplifa einkenni að skilja að um fjórðungur kvenna einfaldlega upplifir mjög lítil eða væg einkenni. Þetta þarf síðan að yfirfærast yfir á alla hópa innan fyrirtækisins: Konur og karla. „Þannig að allir séu upplýstir og því er fræðsla svo mikilvægur liður í því að gera vinnustaði breytingaskeiðsvæna. Til þess að vel takist til er þó eitt mikilvægasta lykilatriðið eftir hvað varðar vinnustaði. Samtalið og stefnan þarf að koma ofan frá. Þetta er ekki mál sem hægt er að taka öðruvísi en frá toppnum og niður því að vinnukúltúrinn einfaldlega leiðist af þeim sem stjórna í efsta lagi. Ef sá hópur er ekki með, er mín reynsla sú að það að gera vinnustaðinn breytingaskeiðsvænan einfaldlega tekst síður.
Geðheilbrigði Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00