Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 13:32 Eins og sjá má nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins. RARIK Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju. Orkumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju.
Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is..
Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.
Orkumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira