Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2024 07:06 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Miðað við orð ráðherra sem voru afgerandi er ég vongóð. Ég myndi ekki sleppa takinu af þessu frumvarpi, sem ég er mjög stolt af og finnst skipta máli, nema því ég hef trú á að hann muni stíga rétt skref í þessu en ég mun vera ötul við að tikka í öxlina á honum ef hann gleymir því“ Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi en hún tilkynnti það í skoðanagrein á Vísi að hún hefur fallið frá frumvarpi sínu um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. Í staðinn leggur hún það í hendur Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að hefja greiðsluþátttöku hins opinbera á tæknifrjóvgun hér á landi samhliða því að ófrjósemisaðgerðir verði ekki lengur gjaldfrjálsar eins og lagt var upp með í frumvarpinu. Í skoðanagrein sinni segist hún hafa fengið vilyrði frá Willum í svari hans við fyrirspurn á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana. „Kjarni máls er að það skiptir fólk í þessari stöðu akkúrat engu máli hvort það sé ég eða Willum Þór sem að stígum formlega þau skref sem þarf að stíga svo aðstaða þeirra batni í þessari erfiðu stöðu sem að tæknifrjóvgunarmeðferð er. Fyrst að Willum tók svona vel í upplegg mitt að leysa málið þá er farsælla að við séum ekki að dreifa kröftunum og ég fel honum að klára þetta.“ Eldri arfleið sem sé út úr kú „Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu,“ segir í grein Hildar. Hún segir það skjóta skökku við að ófrjósemisaðgerðir karlmanna séu niðurgreiddar að öllu leyti á meðan að tæknifrjóvganir séu rándýrar. „Í öllu falli er þetta einhver eldri arfleið sem er í besta falli algjörlega út úr kú miðað við alla aðra greiðsluþátttöku af hendi hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Þar sem að þessi niðurgreiðsla er 100 prósent, það er valfrjáls ófrjósemisaðgerð eldri karlmanna. Mér finnst ekki erfitt, með fullri virðingu fyrir þeim aðgerðum, að forgangsröðun hins opinbera setji spurningarmerki við og reyni að hafa þetta sanngjarnara eins og ég hef lagt til í frumvarpinu .“ Vonast til að mynda nýja tískubylgju á þingi Hildur segir þetta vera góða lausn á málinu enda um verðbólgutíma að ræða og því eðlilegt að hennar mati að gerð sé sú krafa að vandinn sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmri nýtingu á fjármunum sem nú þegar séu til staðar. Hún vonast til þess að með þessari lausn búi hún til „tískubylgju“ fyrir þingheimi þar sem er hagræðingartillaga í frumvörpum sem kveða á um aukin útgjöld þar í stað þess að auka útgjöld ríkisins sífellt. „Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi.“ Vongóð um að Willum muni standa við þetta Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í þessa tillögu. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna,“ segir Hildur. Hildur segist vongóð um að Willum muni standa við stóru orðin og segir boltann vera hjá honum. Hún muni fylgjast ströng en spennt með næstu skrefum hans á þessari vegferð. „Ég held að þetta sé bara eitthvað sem ætti að leysast og ég hef einlæga trú á því að Willum muni klára þetta, hann talaði þannig. Nú fær hann þetta verkefni og ég hvet hann til dáða.“ Heilbrigðismál Alþingi Frjósemi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi en hún tilkynnti það í skoðanagrein á Vísi að hún hefur fallið frá frumvarpi sínu um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. Í staðinn leggur hún það í hendur Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að hefja greiðsluþátttöku hins opinbera á tæknifrjóvgun hér á landi samhliða því að ófrjósemisaðgerðir verði ekki lengur gjaldfrjálsar eins og lagt var upp með í frumvarpinu. Í skoðanagrein sinni segist hún hafa fengið vilyrði frá Willum í svari hans við fyrirspurn á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana. „Kjarni máls er að það skiptir fólk í þessari stöðu akkúrat engu máli hvort það sé ég eða Willum Þór sem að stígum formlega þau skref sem þarf að stíga svo aðstaða þeirra batni í þessari erfiðu stöðu sem að tæknifrjóvgunarmeðferð er. Fyrst að Willum tók svona vel í upplegg mitt að leysa málið þá er farsælla að við séum ekki að dreifa kröftunum og ég fel honum að klára þetta.“ Eldri arfleið sem sé út úr kú „Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu,“ segir í grein Hildar. Hún segir það skjóta skökku við að ófrjósemisaðgerðir karlmanna séu niðurgreiddar að öllu leyti á meðan að tæknifrjóvganir séu rándýrar. „Í öllu falli er þetta einhver eldri arfleið sem er í besta falli algjörlega út úr kú miðað við alla aðra greiðsluþátttöku af hendi hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Þar sem að þessi niðurgreiðsla er 100 prósent, það er valfrjáls ófrjósemisaðgerð eldri karlmanna. Mér finnst ekki erfitt, með fullri virðingu fyrir þeim aðgerðum, að forgangsröðun hins opinbera setji spurningarmerki við og reyni að hafa þetta sanngjarnara eins og ég hef lagt til í frumvarpinu .“ Vonast til að mynda nýja tískubylgju á þingi Hildur segir þetta vera góða lausn á málinu enda um verðbólgutíma að ræða og því eðlilegt að hennar mati að gerð sé sú krafa að vandinn sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmri nýtingu á fjármunum sem nú þegar séu til staðar. Hún vonast til þess að með þessari lausn búi hún til „tískubylgju“ fyrir þingheimi þar sem er hagræðingartillaga í frumvörpum sem kveða á um aukin útgjöld þar í stað þess að auka útgjöld ríkisins sífellt. „Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi.“ Vongóð um að Willum muni standa við þetta Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í þessa tillögu. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna,“ segir Hildur. Hildur segist vongóð um að Willum muni standa við stóru orðin og segir boltann vera hjá honum. Hún muni fylgjast ströng en spennt með næstu skrefum hans á þessari vegferð. „Ég held að þetta sé bara eitthvað sem ætti að leysast og ég hef einlæga trú á því að Willum muni klára þetta, hann talaði þannig. Nú fær hann þetta verkefni og ég hvet hann til dáða.“
Heilbrigðismál Alþingi Frjósemi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira