Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 06:13 Samningateymi Eflingar með nýjan kjarasamning. Efling Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undirrituðu nýjan kjarasamning í nótt, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira