Íslenski boltinn

Svona var kynningarfundurinn fyrir úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur og Breiðablik hafa mæst þrisvar sinnum á tímabilinu. Valskonur hafa unnið tvo leiki, þar á meðal bikarúrslitaleikinn, en Blikar einn.
Valur og Breiðablik hafa mæst þrisvar sinnum á tímabilinu. Valskonur hafa unnið tvo leiki, þar á meðal bikarúrslitaleikinn, en Blikar einn. vísir/ernir

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna.

Blaðamannafundurinn var klukkan 13:00 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, stýrði fundinum en fyrir svörum sátu þjálfarar og fyrirliðar Vals og Breiðabliks.

Breiðablik er með eins stigs forskot á Val fyrir úrslitaleikinn og dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistari í nítjánda sinn. Ef Valskonur vinna hins vegar verða þær meistarar fjórða árið í röð og í fimmtánda sinn alls.

Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á laugardaginn og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45.

Klippa: Hitað upp fyrir úrslitaleik Bestu deildar kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×