Þættirnir með Rakel Maríu hafa slegið í gegn enda sýnir hún þar ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun, hvað ber að hafa í huga og hvað er gott að forðast. Áður hefur Rakel meðal annars farið yfir einfaldar leiðir til að breyta hversdagsförðun yfir í glamúr kvöldforðun og einfaldar leiðir til að fríska upp á útlitið.
Hægt er að horfa á þátt vikunnar hér fyrir neðan. Eldri þættir eru aðgengilegir á sjónvarpsvef Vísis.
Tekur förðunina skref fyrir skref
„Við þekkjum öll þessi orð eins og highlight og contour en hvað þýðir það? Hvernig eigum við að skyggja andlitið þannig við náum fram okkar bestu andlitsdráttum?“ spyr Rakel í þættinum. Hún tekur förðunina skref fyrir skref og segir frá algengum mistökum og auðveldum leiðum til að einfalda allt ferlið.
Hér má sjá yfirlit af förðunarvörunum sem Rakel María notar í þættinum:

„Þegar við erum að vinna með skyggingar þá erum við að draga fram andlitsdrættina þannig við viljum ýkja til dæmis kinnbein, jafnvel viljum við ýkja aðeins í kringum nefið, ofan á ennið, undir kjálkalínuna, þessa andlitsdrætti sem við viljum draga fram.“
Hér fyrir neðan má nálgast eldri þætti af Fagurfræði á sjónvarpsvef Vísis.