Upp­gjörið: Tinda­stóll - KR 85-94 | KR-ingar mættir aftur

Arnar Skúli Atlason skrifar
434142427_7589199961132715_95915773094481042_n
vísir/hulda margrét

KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga.

Það var mikið spenna og eftirvænting fyrir leiknum í kvöld, Tindastóll með nýjan mann í brúnni en Benedikt Guðmundsson stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók við af Pavel Ermolinskij eftir seinasta tímabil og KR mætt í efstu deild á nýjan leik eftir að hafa komið upp í 1 deild í fyrra.

Það var ekki hátt ris á þessu hjá liðunum í upphafi, Tindastóll byrjaði betur en svo tóku KRingarnir við sér og komust yfir um miðjan fyrsta leikhluta. Leiddir áfram af Linards Jaunzems og Nimrod Hilliard einnig áttu Þorvaldur Árnason, Þórir Þorbjarnarson og Orri Hilmarsson sína spretti sóknarlega.

Hjá Tindastóli reyndi Dedrick Deon Basile að draga vagninn og fá aðra til að fylgja með en það var ekki að ganga, Tindastóll hitti herfilega í fyrri hálfleik. KR skoraði seinustu 10 stig fyrri hálfleiksins og leiddu með 15 stigum í hálfleik.

Það var allt annað Tindastóls lið sem mætti í þriðja leikhluta og gjörsamlega tætti forystu KR í sig og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Basile og Arnar Björnsson gjörsamlega hittu öllu saman ofaní. KR héldu samt sem áður sjó en Tindastóll fór með þriggja stiga forystu inn í seinasta fjórðunginn, þar byrjuðu KR betur og skoruðu að vild og Tindastóll fór í sama gír og í fyrri hálfleik og gátu ekki komið boltanum í körfuna.

Linards var mjög öflugur sem og óvæntur Dani Koljanin sem setti stórar körfur í fjórða leikhluta. KR sigldi öruggum 9 stiga sigri heim og Tindastóll sem og í fyrra misstu leikinn frá sér á lokasprettinum

Atvik leiksins

Arnar Björnsson setti þrist fyrir aftan miðju þegar þriðji leikhlutinn kláraðist sem virtist kveikja meira í KRingum en Tindastól því Tindastóll kom ekki inn í fjórða leikhlutann.

Stjörnur

Hjá KR var þetta Linards Jaunzems var gjörsamlega frábær í kvöld hjá KR, Tindastóll réð ekkert við hann og hann skoraði að vild, Hann fékk hjálp frá Þóri, Nimrod, Þorvald og Dani Koljanin.

Hjá Tindastól var þetta Dedric Deon Basile sem var mjög góður og reyndi að leiða sitt lið áfram, hann fékk hjálp frá Arnari og Sadio Doucure átti ágætisspretti líka.

Skúrkar

Alvöru hauskúpu leikur hjá Davis Geks og Giannis Agravanis, þeir voru mjög slakir í kvöld og það kom ekkert út úr þeim hvorki varnarlega né sóknarlega. Vlatko Granic var í vandræðum hjá KR en hann var í villu vandræðum allan leikinn

Stemning og umgjörð

Það var mjög vel mætt í Síkið og það var góð stemning. Tindastóll er ekkert að gera þetta í fyrsta sinn, hefði mátt heyrast meira í stuðningsmannasveitinni, þeir tóku við sér í 3 leikhluta þegar Tindastóll fór á flug en annars mætti heyrast í þeim.

Dómarar [3]

Þeir voru allir frekar slakir, engin sjáanleg lína hjá þeim allan leikinn og voru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér.

Viðtöl 

Væntanleg innan skamms. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira