Uppgjörið: Tindastóll - KR 85-94 | KR-ingar mættir aftur Arnar Skúli Atlason skrifar 3. október 2024 21:00 vísir/hulda margrét KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga. Það var mikið spenna og eftirvænting fyrir leiknum í kvöld, Tindastóll með nýjan mann í brúnni en Benedikt Guðmundsson stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók við af Pavel Ermolinskij eftir seinasta tímabil og KR mætt í efstu deild á nýjan leik eftir að hafa komið upp í 1 deild í fyrra. Það var ekki hátt ris á þessu hjá liðunum í upphafi, Tindastóll byrjaði betur en svo tóku KRingarnir við sér og komust yfir um miðjan fyrsta leikhluta. Leiddir áfram af Linards Jaunzems og Nimrod Hilliard einnig áttu Þorvaldur Árnason, Þórir Þorbjarnarson og Orri Hilmarsson sína spretti sóknarlega. Hjá Tindastóli reyndi Dedrick Deon Basile að draga vagninn og fá aðra til að fylgja með en það var ekki að ganga, Tindastóll hitti herfilega í fyrri hálfleik. KR skoraði seinustu 10 stig fyrri hálfleiksins og leiddu með 15 stigum í hálfleik. Það var allt annað Tindastóls lið sem mætti í þriðja leikhluta og gjörsamlega tætti forystu KR í sig og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Basile og Arnar Björnsson gjörsamlega hittu öllu saman ofaní. KR héldu samt sem áður sjó en Tindastóll fór með þriggja stiga forystu inn í seinasta fjórðunginn, þar byrjuðu KR betur og skoruðu að vild og Tindastóll fór í sama gír og í fyrri hálfleik og gátu ekki komið boltanum í körfuna. Linards var mjög öflugur sem og óvæntur Dani Koljanin sem setti stórar körfur í fjórða leikhluta. KR sigldi öruggum 9 stiga sigri heim og Tindastóll sem og í fyrra misstu leikinn frá sér á lokasprettinum Atvik leiksins Arnar Björnsson setti þrist fyrir aftan miðju þegar þriðji leikhlutinn kláraðist sem virtist kveikja meira í KRingum en Tindastól því Tindastóll kom ekki inn í fjórða leikhlutann. Stjörnur Hjá KR var þetta Linards Jaunzems var gjörsamlega frábær í kvöld hjá KR, Tindastóll réð ekkert við hann og hann skoraði að vild, Hann fékk hjálp frá Þóri, Nimrod, Þorvald og Dani Koljanin. Hjá Tindastól var þetta Dedric Deon Basile sem var mjög góður og reyndi að leiða sitt lið áfram, hann fékk hjálp frá Arnari og Sadio Doucure átti ágætisspretti líka. Skúrkar Alvöru hauskúpu leikur hjá Davis Geks og Giannis Agravanis, þeir voru mjög slakir í kvöld og það kom ekkert út úr þeim hvorki varnarlega né sóknarlega. Vlatko Granic var í vandræðum hjá KR en hann var í villu vandræðum allan leikinn Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í Síkið og það var góð stemning. Tindastóll er ekkert að gera þetta í fyrsta sinn, hefði mátt heyrast meira í stuðningsmannasveitinni, þeir tóku við sér í 3 leikhluta þegar Tindastóll fór á flug en annars mætti heyrast í þeim. Dómarar [3] Þeir voru allir frekar slakir, engin sjáanleg lína hjá þeim allan leikinn og voru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Viðtöl Jakob Sigurðarson, þjálfari KR, var gríðarlega ánægður með liðið sitt í dag. „Mér fannst við bara vera mjög heilsteyptir og sem eitt lið nokkurn veginn allan leikinn, ég var mjög ánægður með strákana, þeir fylgdu leikskipulaginu, fylgdu því sem við ætluðum að gera, spiluðum saman og leituðum að besta möguleikanum sóknarlega, það var helst þetta” sagði þjálfarinn eftir leik. Hann var ánægður með að liðið sitt stóð af sér strauminn og brotnaði ekki þegar Tindastóll kom á fljúgandi siglingu út í seinni hálfleikinn. „Mér fannst við ekki missa neinn rosa damp í þriðja leikhluta þannig séð, við vorum að gera sömu hlutina sóknarlega vorum að skora, vorum að gera sömu hlutina varnarlega, eins og gerist oft hérna á Sauðárkróki, þeir byrja að hitta og hitta svakalega, þeir skoruðu 9 þrista í leikhlutanum og tölfræðilega séð þá erfitt að halda því út í heilan hálfleik, við héldum okkar skipulagi og tókum þessu frá þeim og mjög ánægður með hvernig við brugðumst við, bæði í mómentinu þegar þeir voru að herja á okkur og jafna og komast yfir og svo líka bara í fjórða leikhluta að ná aftur tökum á leiknum Sagði Jakob kampakátur með sterkan og öruggan sigur í Síkinu á Sauðákróki í kvöld. Tóti Turbo: „Mjög ánægður að vera kominn í KR“ Þórir Þorbjarnarson leikmaður KR, var gríðarlega ánægður með að vinna fyrrum liðsfélaga sína í kvöld. „Hriklaega skemmtilegt að þetta sé farið allt á stað, gaman að koma og spila fyrsta leikinn í Síkinu, mikið af góðu fólki hérna, gaman að hitta það og mjög ánægður með leik minna manna, þetta var hörku leikur og fer vel af stað” „Við komum klárir inn í þetta, vorum mjög flottir varnarlega í fyrri hálfleik sérstaklega, héldum þeim í 28 stigum, vorum confident í því sem við vorum að gera, fáum áhlaup á okkur í þriðja frekar snemma en við vorum mjög góðir að svara, við misstum aldrei hausinn og komum þessu aftur upp í 10 stig og héldum því sirka alveg til leiksloka, ég held að góð byrjun hafi hjálpað okkur mikið” Þóri finnst gott að vera kominn heim í KR og nýtur þess að spila aftur með uppeldis félaginu „Það er alltaf gott að vera kominn í KR, eins og ég sagði áðan var virkilega gaman að koma í skagafjörð og hitta vini og spila í Síkinu það er alltaf gaman, en alltaf mjög ánægður að vera kominn í KR” Þórir sagði líka að þeir væru betri en spá segir til um og fara þeir í alla leiki til að vinna í vetur. Benedikt Guðmundsson: „Erum ekki að detta í eitthvað þunglyndi þó við töpum einum leik“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var myrkur í máli eftir tap sinna manna í kvöld. „Vonbrigði, það eiga að vera vonbrigði að tapa á heimavelli, vilt vinna alla heimaleiki, við töluðum um það og búnir að tala um það alla vikuna, þetta er vígi sem við viljum verja og því miður náðum við því ekki núna” Tindastóll kom með kraft í seinni hálfleik og keyrðu upp hraðann og var Benedikt lagði spilin á borðið fyrir strákana sína í hálfleiknum „Þetta var náttúrulega fáránlega flat hérna í fyrri hálfleik, sérstaklega öðrum leikhluta, litum bara hræðilega illa út, eins og við værum að koma saman í fyrsta skipti í kvöld, þó við séum búnir að vera stutt saman þarf að vera meiri andi og stemning í þessu heldur en þetta, við spurðum okkur bara hvað við ætluðum að gera hérna í seinni hálfleik, við erum búnir að vera að bíða eftir fyrsta leik í allt sumar, ætlum við að haga okkur svona inná vellinum, allt annað lið sem kom inn í seinni hálfleik.” Tindastól er spáð góðu gengi í vetur og er stefnan að gera miklu betur en í fyrra og stefnan er sett á topp sætið. „Við vorum að tapa fyrir góðu liði, Hrósa KRingum, þeir eru búnir að gera vel á leikmannamarkaðnum, fá Tóta heim og Þorra heim og þessi Letti (Linards Jaunzems) geggjaður leikmaður sem við réðum ekkert við í kvöld, ég ætla ekki að taka neitt frá þeim en fyrsti leikur og það er nóg eftir og við erum ekki að detta í eitthvað þunglyndi þó við töpuðum í einum leik í fyrstu umferð, en það er nokkup ljóst að við verðum að gera betur sem lið, ég þarf að gera betur margt óánægður sem ég gerði, innáskiptingar og mér fannst formið á mönnum ekki nógu gott, þetta eru hlutir sem við erum að vinna í en þetta er enginn heimsendir. Sagði Benedikt að lokum ekki sáttur með úrslit kvöldsins þó svo að Tindastóll hafi bitið frá sér í seinni hálfleik Bónus-deild karla Tindastóll KR
KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga. Það var mikið spenna og eftirvænting fyrir leiknum í kvöld, Tindastóll með nýjan mann í brúnni en Benedikt Guðmundsson stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók við af Pavel Ermolinskij eftir seinasta tímabil og KR mætt í efstu deild á nýjan leik eftir að hafa komið upp í 1 deild í fyrra. Það var ekki hátt ris á þessu hjá liðunum í upphafi, Tindastóll byrjaði betur en svo tóku KRingarnir við sér og komust yfir um miðjan fyrsta leikhluta. Leiddir áfram af Linards Jaunzems og Nimrod Hilliard einnig áttu Þorvaldur Árnason, Þórir Þorbjarnarson og Orri Hilmarsson sína spretti sóknarlega. Hjá Tindastóli reyndi Dedrick Deon Basile að draga vagninn og fá aðra til að fylgja með en það var ekki að ganga, Tindastóll hitti herfilega í fyrri hálfleik. KR skoraði seinustu 10 stig fyrri hálfleiksins og leiddu með 15 stigum í hálfleik. Það var allt annað Tindastóls lið sem mætti í þriðja leikhluta og gjörsamlega tætti forystu KR í sig og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Basile og Arnar Björnsson gjörsamlega hittu öllu saman ofaní. KR héldu samt sem áður sjó en Tindastóll fór með þriggja stiga forystu inn í seinasta fjórðunginn, þar byrjuðu KR betur og skoruðu að vild og Tindastóll fór í sama gír og í fyrri hálfleik og gátu ekki komið boltanum í körfuna. Linards var mjög öflugur sem og óvæntur Dani Koljanin sem setti stórar körfur í fjórða leikhluta. KR sigldi öruggum 9 stiga sigri heim og Tindastóll sem og í fyrra misstu leikinn frá sér á lokasprettinum Atvik leiksins Arnar Björnsson setti þrist fyrir aftan miðju þegar þriðji leikhlutinn kláraðist sem virtist kveikja meira í KRingum en Tindastól því Tindastóll kom ekki inn í fjórða leikhlutann. Stjörnur Hjá KR var þetta Linards Jaunzems var gjörsamlega frábær í kvöld hjá KR, Tindastóll réð ekkert við hann og hann skoraði að vild, Hann fékk hjálp frá Þóri, Nimrod, Þorvald og Dani Koljanin. Hjá Tindastól var þetta Dedric Deon Basile sem var mjög góður og reyndi að leiða sitt lið áfram, hann fékk hjálp frá Arnari og Sadio Doucure átti ágætisspretti líka. Skúrkar Alvöru hauskúpu leikur hjá Davis Geks og Giannis Agravanis, þeir voru mjög slakir í kvöld og það kom ekkert út úr þeim hvorki varnarlega né sóknarlega. Vlatko Granic var í vandræðum hjá KR en hann var í villu vandræðum allan leikinn Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í Síkið og það var góð stemning. Tindastóll er ekkert að gera þetta í fyrsta sinn, hefði mátt heyrast meira í stuðningsmannasveitinni, þeir tóku við sér í 3 leikhluta þegar Tindastóll fór á flug en annars mætti heyrast í þeim. Dómarar [3] Þeir voru allir frekar slakir, engin sjáanleg lína hjá þeim allan leikinn og voru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Viðtöl Jakob Sigurðarson, þjálfari KR, var gríðarlega ánægður með liðið sitt í dag. „Mér fannst við bara vera mjög heilsteyptir og sem eitt lið nokkurn veginn allan leikinn, ég var mjög ánægður með strákana, þeir fylgdu leikskipulaginu, fylgdu því sem við ætluðum að gera, spiluðum saman og leituðum að besta möguleikanum sóknarlega, það var helst þetta” sagði þjálfarinn eftir leik. Hann var ánægður með að liðið sitt stóð af sér strauminn og brotnaði ekki þegar Tindastóll kom á fljúgandi siglingu út í seinni hálfleikinn. „Mér fannst við ekki missa neinn rosa damp í þriðja leikhluta þannig séð, við vorum að gera sömu hlutina sóknarlega vorum að skora, vorum að gera sömu hlutina varnarlega, eins og gerist oft hérna á Sauðárkróki, þeir byrja að hitta og hitta svakalega, þeir skoruðu 9 þrista í leikhlutanum og tölfræðilega séð þá erfitt að halda því út í heilan hálfleik, við héldum okkar skipulagi og tókum þessu frá þeim og mjög ánægður með hvernig við brugðumst við, bæði í mómentinu þegar þeir voru að herja á okkur og jafna og komast yfir og svo líka bara í fjórða leikhluta að ná aftur tökum á leiknum Sagði Jakob kampakátur með sterkan og öruggan sigur í Síkinu á Sauðákróki í kvöld. Tóti Turbo: „Mjög ánægður að vera kominn í KR“ Þórir Þorbjarnarson leikmaður KR, var gríðarlega ánægður með að vinna fyrrum liðsfélaga sína í kvöld. „Hriklaega skemmtilegt að þetta sé farið allt á stað, gaman að koma og spila fyrsta leikinn í Síkinu, mikið af góðu fólki hérna, gaman að hitta það og mjög ánægður með leik minna manna, þetta var hörku leikur og fer vel af stað” „Við komum klárir inn í þetta, vorum mjög flottir varnarlega í fyrri hálfleik sérstaklega, héldum þeim í 28 stigum, vorum confident í því sem við vorum að gera, fáum áhlaup á okkur í þriðja frekar snemma en við vorum mjög góðir að svara, við misstum aldrei hausinn og komum þessu aftur upp í 10 stig og héldum því sirka alveg til leiksloka, ég held að góð byrjun hafi hjálpað okkur mikið” Þóri finnst gott að vera kominn heim í KR og nýtur þess að spila aftur með uppeldis félaginu „Það er alltaf gott að vera kominn í KR, eins og ég sagði áðan var virkilega gaman að koma í skagafjörð og hitta vini og spila í Síkinu það er alltaf gaman, en alltaf mjög ánægður að vera kominn í KR” Þórir sagði líka að þeir væru betri en spá segir til um og fara þeir í alla leiki til að vinna í vetur. Benedikt Guðmundsson: „Erum ekki að detta í eitthvað þunglyndi þó við töpum einum leik“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var myrkur í máli eftir tap sinna manna í kvöld. „Vonbrigði, það eiga að vera vonbrigði að tapa á heimavelli, vilt vinna alla heimaleiki, við töluðum um það og búnir að tala um það alla vikuna, þetta er vígi sem við viljum verja og því miður náðum við því ekki núna” Tindastóll kom með kraft í seinni hálfleik og keyrðu upp hraðann og var Benedikt lagði spilin á borðið fyrir strákana sína í hálfleiknum „Þetta var náttúrulega fáránlega flat hérna í fyrri hálfleik, sérstaklega öðrum leikhluta, litum bara hræðilega illa út, eins og við værum að koma saman í fyrsta skipti í kvöld, þó við séum búnir að vera stutt saman þarf að vera meiri andi og stemning í þessu heldur en þetta, við spurðum okkur bara hvað við ætluðum að gera hérna í seinni hálfleik, við erum búnir að vera að bíða eftir fyrsta leik í allt sumar, ætlum við að haga okkur svona inná vellinum, allt annað lið sem kom inn í seinni hálfleik.” Tindastól er spáð góðu gengi í vetur og er stefnan að gera miklu betur en í fyrra og stefnan er sett á topp sætið. „Við vorum að tapa fyrir góðu liði, Hrósa KRingum, þeir eru búnir að gera vel á leikmannamarkaðnum, fá Tóta heim og Þorra heim og þessi Letti (Linards Jaunzems) geggjaður leikmaður sem við réðum ekkert við í kvöld, ég ætla ekki að taka neitt frá þeim en fyrsti leikur og það er nóg eftir og við erum ekki að detta í eitthvað þunglyndi þó við töpuðum í einum leik í fyrstu umferð, en það er nokkup ljóst að við verðum að gera betur sem lið, ég þarf að gera betur margt óánægður sem ég gerði, innáskiptingar og mér fannst formið á mönnum ekki nógu gott, þetta eru hlutir sem við erum að vinna í en þetta er enginn heimsendir. Sagði Benedikt að lokum ekki sáttur með úrslit kvöldsins þó svo að Tindastóll hafi bitið frá sér í seinni hálfleik
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum