Bankarnir farið „óvarlega“ þegar verðtryggingarmisvægi þeirra margfaldaðist
![Núverandi verðtryggingarmisvægi bönkunum hefur því aldrei verið meira – að minnsta kosti í krónum talið – og nærri nífaldast að umfangi á skömmum tíma.](https://www.visir.is/i/282050EA5A2D5C1B59D1A28EDE912D54A222126D719A201E88FABDBBB7AE1FF6_713x0.jpg)
Mikill vöxtur í verðtryggðum útlánum stóru viðskiptabankanna til heimila og fyrirtækja án þess að þeir væru með verðtryggða fjármögnun á móti þeim eignum hefur valdið því að verðtryggingarmisvægi þeirra er í hæstu hæðum en seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi þar farið „heldur óvarlega.“ Meira en eitt ár er liðið síðan allar reglur sem kváðu á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkum voru afnumdar en frá þeim tíma hefur hins vegar verið óveruleg aukning í slíkum innstæðum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/57E1BFC5D44412B724EC97D8E9AD33F4F6ADC62DBDD2E334E1DB21FC1C38CA39_308x200.jpg)
Betra að byrja en bíða þangað til hagkerfið er „sannarlega komið í kreppu“
Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum.