Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 17:02 Óskar Borgþórsson skoraði mark Íslands gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, í september. vísir/Anton Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hefur verið kallaður inn í U21-landsliðið í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Litháen og Danmörku í undankeppni EM. Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47