Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli.
Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum.
Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli.
Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm
Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli.
Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana.
Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti.