Valverde sá til þess að Real var ekki í vandræðum með Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 18:30 Fær fyrirsagnirnar í kvöld. M Gracia Jimenez/Getty Images Federico Valverde skoraði og lagði upp þegar Spánarmeistarar Real Madríd lögðu Villareal 2-0 í lokaleik dagsins í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndu meistararnir jafna topplið Barcelona að stigum og það var nákvæmlega það sem þeir gerðu í kvöld. Það tók Valverde aðeins stundarfjórðung að koma Real yfir þegar skot hans fór af varnarmanni Villareal og þaðan í netið. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en á 73. mínútu gerðu heimamenn út um leikinn. Valverde fann þá Vinícius Júnior sem skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig í stöng og inn. Magnað mark og sigurinn kominn í hús. Áður en flautað var til leiksloka varð bakvörðurinn Dani Carvajal hins vegar fyrir skelfilegum meiðslum og má reikna með að hann verði frá keppni næstu vikurnar ef ekki mánuðina. 🚨🚨 ¡OJO CARVAJAL! 🚨🚨¡Se ha lesionado solo! ¡Parece la rodilla! #RealMadridVillarreal pic.twitter.com/x0DalibHco— MARCA (@marca) October 5, 2024 Real vann hins vegar 2-0 sigur í leik þar sem lítið var um opin færi. Sigurinn þýðir að Spánarmeistarar Real hafa nú jafnað Börsunga að stigum en lærisveinar Hansi Flick eiga þó leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Federico Valverde skoraði og lagði upp þegar Spánarmeistarar Real Madríd lögðu Villareal 2-0 í lokaleik dagsins í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndu meistararnir jafna topplið Barcelona að stigum og það var nákvæmlega það sem þeir gerðu í kvöld. Það tók Valverde aðeins stundarfjórðung að koma Real yfir þegar skot hans fór af varnarmanni Villareal og þaðan í netið. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en á 73. mínútu gerðu heimamenn út um leikinn. Valverde fann þá Vinícius Júnior sem skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig í stöng og inn. Magnað mark og sigurinn kominn í hús. Áður en flautað var til leiksloka varð bakvörðurinn Dani Carvajal hins vegar fyrir skelfilegum meiðslum og má reikna með að hann verði frá keppni næstu vikurnar ef ekki mánuðina. 🚨🚨 ¡OJO CARVAJAL! 🚨🚨¡Se ha lesionado solo! ¡Parece la rodilla! #RealMadridVillarreal pic.twitter.com/x0DalibHco— MARCA (@marca) October 5, 2024 Real vann hins vegar 2-0 sigur í leik þar sem lítið var um opin færi. Sigurinn þýðir að Spánarmeistarar Real hafa nú jafnað Börsunga að stigum en lærisveinar Hansi Flick eiga þó leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti