Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 12:23 Meðlimur Hezbollah heldur á talstöð nokkrum dögum eftir að Ísraelska leyniþjónustan sprengdi bæði talstöðvar og símboða samtakanna og olli miklu mannfalli. Getty Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. Washington Post fjallar um söguna á bak við símboðana og ráðabrugg ísraelsku leyniþjónustunnar. Í umfjöllun miðilsins segir að sem leyniþjónustuaðgerð eigi hún sér enga hliðstæðu. Bæði hafi aðgerðin verið hugvitsöm og vel heppnuð, en nú eru einstök smáatriði varðandi aðgerðina að koma í dagsljósið. AR924-símboðarnir þóttu nokkuð klunnalegir og stórir, en voru byggðir með það í huga að vera endingagóðir á vígvellinum. Símboðarnir voru vatnsheldir og með risastórt batterí sem varð til þess að það var hægt að nota þá mánuðum saman án þess að þeir þyrftu hleðslu. Töldu símboðana örugga frá Ísrael Stærsti kosturinn að mati stjórnenda Hezbollah var að þeir töldu alveg ómögulegt að leyniþjónusta Ísraels gæti notað símboðana til að njósna um þá. Því keyptu þeir fimm þúsund símboða og byrjuðu að afhenda Hezbollah-liðum og öðrum stuðningsmönnum samtakanna þá í febrúar síðastliðnum. Undirbúningur aðgerðarinnar hófst árið 2022 samkvæmt heimildarmönnum Washington Post frá röðum Ísraela, Bandaríkjamanna, og frá öðrum Miðausturlöndum. Um ári fyrir árás Hamas í Ísrael þann 7. október í fyrra, sem hefur verið álitin upphafspunktur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem hafa verið stanslaus síðan, þótti ástandið á svæðinu nokkuð rólegt við landamæri Ísraels og Líbanon. Um það leyti var símboðaaðgerðin í startholunum. Um þessar mundir höfðu Ísraelar horft á vopnabúr Hezbollah stækka óðfluga. Þeir höfðu þó um árabil staðið í umfangsmiklum aðgerðum sem sneru að því að vera með innanbúðarmenn í Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah voru að læra að vara sig á njósnum Ísraela, og voru orðnir hræddir um að jafnvel hefðbundnustu farsímar gætu verið eftirlitstæki sem gætu bæði hlerað og fylgst með ferðum þeirra. Lausn Hezbollah voru símboðar, þar sem þeir geta verið notaðir til að senda dulkóðuð skilaboð og eru ekki berskjaldaðir gagnvart netárásum. Því festu Hezbollah kaup á símboðunum sem voru í raun hannaðir af Mossad og settir saman í Ísrael. Bent er á að Hezbollah hafi þegar uppi er staðið greitt Ísraelum fyrir litlu sprengjurnar sem áttu eftir að drepa og særa fjölda liðsmanna þeirra. Huldukona seldi símboðana En vegna þess að leiðtogar Hezbollah voru á varðbergi gagnvart Ísrael mátti ekki liggja fyrir að þeir kæmu frá þeim, Bandaríkjunum, eða öðrum bandamanni Ísraelsríkis. Símboðarnir komu voru merktir taívanska fyrirtækinu Appollo, eins helsta símboðaframleiðanda heims, sem ekki var hægt að sjá að væri með neina tengingu við Ísrael. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki hafa haft neina vitneskju af áætluninni. Hezbollah keyptu símboðana í gegnum sölufulltrúa með tengsl við Apollo. Umræddur sölufulltrúi er kona, en Washinton Post segir að heimildarmenn sínir hafi neitað að gefa upp nafn eða ríkisfang hennar. Hún hafði áður starfað á vegum Apollo, en stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki með leyfi til að selja símboða undir merkjum taívanska fyrirtækisins. „Það var hún sem var í samskiptum við Hezbollah og útskýrði af hverju stærri símboði með stærra batterí myndi henda betur en hefðbundin týpa,“ er haft eftir Ísraelskum embættismanni. Ómögulegt að finna sprengjuna Símboðarnir voru eins og áður segir nokkuð klunnalegir og með stórt batterí, en í batteríinu var lítið magn af öflugu sprengiefni. Sprengjuhluti símboðans er sagður hafa verið mjög vel falinn, og nánast ómögulegt að finna hann. Ísraelska leyniþjónustan telur að Hezbollah hafi tekið einhverja símboðana í sundur og jafnvel tekið röntgenmyndir af þeim, en ekkert fundið. Mossad var jafnframt með rafrænan gikk og gat sprengt alla símboðana í einu. Þar að auki var hægt að láta þá springa með öðrum hætti. Þegar símboðinn tók við skilaboðum gaf hann frá sér merki, í kjölfarið þurfti viðtakandinn, sá sem var með símboðann, að ýta á tvo takka og líklega nota báðar hendurnar við það til þess að sjá skilaboðin. Símboðarnir voru hannaðir þannig að það var líka hægt að láta þá springa þegar viðtakandinn ýtti á báða takkana. Þetta var gert svo Hezbollah-liðar myndu að minnsta kosti særast á báðum höndum. Þess má geta að álík áætlun hafði verið í gangi frá árinu 2015. Hezbollah notaðist við talstöðvar sem innihéldu bæði sprengjuefni og hlerunarbúnað á vegum Ísraela. Í níu ár hafði Ísraelska leyniþjónustan hlustað á samskipti Hezbollah-liða í gegnum talstöðvarnar, og gátu breytt þeim í sprengjur kæmi til átaka sem þyrfti á slíku að halda. Allir fengu skilaboð á sama tíma Washington Post segir að Bandaríkjamenn hafi ekki verið meðvitaðir um símboðana. Þá hafi verið mikil umræða á meðal æðstu stjórnenda í Ísrael um hvort það ætti að sprengja þá. Ísraelska leyniþjónustan hafi verið hrædd um að Hezbollah-liðar gætu farið að uppgötva að eitthvað væri gruggugt við tækin og vildi því nota þau sem fyrst. Að lokum samþykkti Benjamin Netanyahu að sprengja símboðana á meðan virkni þeirra yrði sem mest. Þann 17. september síðastliðinn gáfu allir símboðarnir frá sér merki á sama tíma um að eigandi símboðans hefði fengið skilaboð. Vitaskuld ákváðu þeir sem voru með símboðana að skoða skilaboðin og ýttu á takkana tvo. Í kjölfarið sprungu fjöldi símboða víða um Líbanon og Sýrland. Minna en mínútu síðar sprungu allir þeir símboðar sem höfðu ekki þegar sprungið hvort sem búið væri að ýta á takkana eða ekki. Daginn eftir sprungu hundruð talstöðva. Afleiðingarnar voru þær sömu, fjöldi fólks særðist eða lét lífið, bæði Hezbollah-liðar og óbreyttir borgarar. Aðgerðin hefur dregið dilk á eftir sér. Ísraelski herinn og Hezbollah skiptust á eldflaugaskotum í massavís í kjölfarið. Nokkrum dögum seinna drápu Ísraelsmenn Sayyed Hassan Nasrallah leiðtoga Hezbollah-samtakanna í loftárásum. Íranir hefndu fyrir það með eldflaugaárás og þá hefur Ísraelsher ráðist inn í Líbanon. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sýrland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Washington Post fjallar um söguna á bak við símboðana og ráðabrugg ísraelsku leyniþjónustunnar. Í umfjöllun miðilsins segir að sem leyniþjónustuaðgerð eigi hún sér enga hliðstæðu. Bæði hafi aðgerðin verið hugvitsöm og vel heppnuð, en nú eru einstök smáatriði varðandi aðgerðina að koma í dagsljósið. AR924-símboðarnir þóttu nokkuð klunnalegir og stórir, en voru byggðir með það í huga að vera endingagóðir á vígvellinum. Símboðarnir voru vatnsheldir og með risastórt batterí sem varð til þess að það var hægt að nota þá mánuðum saman án þess að þeir þyrftu hleðslu. Töldu símboðana örugga frá Ísrael Stærsti kosturinn að mati stjórnenda Hezbollah var að þeir töldu alveg ómögulegt að leyniþjónusta Ísraels gæti notað símboðana til að njósna um þá. Því keyptu þeir fimm þúsund símboða og byrjuðu að afhenda Hezbollah-liðum og öðrum stuðningsmönnum samtakanna þá í febrúar síðastliðnum. Undirbúningur aðgerðarinnar hófst árið 2022 samkvæmt heimildarmönnum Washington Post frá röðum Ísraela, Bandaríkjamanna, og frá öðrum Miðausturlöndum. Um ári fyrir árás Hamas í Ísrael þann 7. október í fyrra, sem hefur verið álitin upphafspunktur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem hafa verið stanslaus síðan, þótti ástandið á svæðinu nokkuð rólegt við landamæri Ísraels og Líbanon. Um það leyti var símboðaaðgerðin í startholunum. Um þessar mundir höfðu Ísraelar horft á vopnabúr Hezbollah stækka óðfluga. Þeir höfðu þó um árabil staðið í umfangsmiklum aðgerðum sem sneru að því að vera með innanbúðarmenn í Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah voru að læra að vara sig á njósnum Ísraela, og voru orðnir hræddir um að jafnvel hefðbundnustu farsímar gætu verið eftirlitstæki sem gætu bæði hlerað og fylgst með ferðum þeirra. Lausn Hezbollah voru símboðar, þar sem þeir geta verið notaðir til að senda dulkóðuð skilaboð og eru ekki berskjaldaðir gagnvart netárásum. Því festu Hezbollah kaup á símboðunum sem voru í raun hannaðir af Mossad og settir saman í Ísrael. Bent er á að Hezbollah hafi þegar uppi er staðið greitt Ísraelum fyrir litlu sprengjurnar sem áttu eftir að drepa og særa fjölda liðsmanna þeirra. Huldukona seldi símboðana En vegna þess að leiðtogar Hezbollah voru á varðbergi gagnvart Ísrael mátti ekki liggja fyrir að þeir kæmu frá þeim, Bandaríkjunum, eða öðrum bandamanni Ísraelsríkis. Símboðarnir komu voru merktir taívanska fyrirtækinu Appollo, eins helsta símboðaframleiðanda heims, sem ekki var hægt að sjá að væri með neina tengingu við Ísrael. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki hafa haft neina vitneskju af áætluninni. Hezbollah keyptu símboðana í gegnum sölufulltrúa með tengsl við Apollo. Umræddur sölufulltrúi er kona, en Washinton Post segir að heimildarmenn sínir hafi neitað að gefa upp nafn eða ríkisfang hennar. Hún hafði áður starfað á vegum Apollo, en stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki með leyfi til að selja símboða undir merkjum taívanska fyrirtækisins. „Það var hún sem var í samskiptum við Hezbollah og útskýrði af hverju stærri símboði með stærra batterí myndi henda betur en hefðbundin týpa,“ er haft eftir Ísraelskum embættismanni. Ómögulegt að finna sprengjuna Símboðarnir voru eins og áður segir nokkuð klunnalegir og með stórt batterí, en í batteríinu var lítið magn af öflugu sprengiefni. Sprengjuhluti símboðans er sagður hafa verið mjög vel falinn, og nánast ómögulegt að finna hann. Ísraelska leyniþjónustan telur að Hezbollah hafi tekið einhverja símboðana í sundur og jafnvel tekið röntgenmyndir af þeim, en ekkert fundið. Mossad var jafnframt með rafrænan gikk og gat sprengt alla símboðana í einu. Þar að auki var hægt að láta þá springa með öðrum hætti. Þegar símboðinn tók við skilaboðum gaf hann frá sér merki, í kjölfarið þurfti viðtakandinn, sá sem var með símboðann, að ýta á tvo takka og líklega nota báðar hendurnar við það til þess að sjá skilaboðin. Símboðarnir voru hannaðir þannig að það var líka hægt að láta þá springa þegar viðtakandinn ýtti á báða takkana. Þetta var gert svo Hezbollah-liðar myndu að minnsta kosti særast á báðum höndum. Þess má geta að álík áætlun hafði verið í gangi frá árinu 2015. Hezbollah notaðist við talstöðvar sem innihéldu bæði sprengjuefni og hlerunarbúnað á vegum Ísraela. Í níu ár hafði Ísraelska leyniþjónustan hlustað á samskipti Hezbollah-liða í gegnum talstöðvarnar, og gátu breytt þeim í sprengjur kæmi til átaka sem þyrfti á slíku að halda. Allir fengu skilaboð á sama tíma Washington Post segir að Bandaríkjamenn hafi ekki verið meðvitaðir um símboðana. Þá hafi verið mikil umræða á meðal æðstu stjórnenda í Ísrael um hvort það ætti að sprengja þá. Ísraelska leyniþjónustan hafi verið hrædd um að Hezbollah-liðar gætu farið að uppgötva að eitthvað væri gruggugt við tækin og vildi því nota þau sem fyrst. Að lokum samþykkti Benjamin Netanyahu að sprengja símboðana á meðan virkni þeirra yrði sem mest. Þann 17. september síðastliðinn gáfu allir símboðarnir frá sér merki á sama tíma um að eigandi símboðans hefði fengið skilaboð. Vitaskuld ákváðu þeir sem voru með símboðana að skoða skilaboðin og ýttu á takkana tvo. Í kjölfarið sprungu fjöldi símboða víða um Líbanon og Sýrland. Minna en mínútu síðar sprungu allir þeir símboðar sem höfðu ekki þegar sprungið hvort sem búið væri að ýta á takkana eða ekki. Daginn eftir sprungu hundruð talstöðva. Afleiðingarnar voru þær sömu, fjöldi fólks særðist eða lét lífið, bæði Hezbollah-liðar og óbreyttir borgarar. Aðgerðin hefur dregið dilk á eftir sér. Ísraelski herinn og Hezbollah skiptust á eldflaugaskotum í massavís í kjölfarið. Nokkrum dögum seinna drápu Ísraelsmenn Sayyed Hassan Nasrallah leiðtoga Hezbollah-samtakanna í loftárásum. Íranir hefndu fyrir það með eldflaugaárás og þá hefur Ísraelsher ráðist inn í Líbanon.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sýrland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira