„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira