Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. október 2024 23:33 Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun