Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 18:38 Fellibylurinn Milton hefur safnað krafti á undraverðum hraða. AP/NOAA Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35