„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 22:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24
Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent