„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 22:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24
Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24