Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 13:51 Ibrahima Konaté hvað? Menn eru misvel dúðaðir á æfingum í íslenska haustinu. vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“