FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 18:32 Birgir Már Birgisson spilaði vel og skoraði 4 mörk. vísir / pawel Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira