Innlent

Stjórnar­sam­starfi efnis­lega lokið?

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum.

Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem og rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar um fjársvelt geðheilbrigðiskerfi. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á morgun og hefur Pieta boðað til vitundarvakningar og verðum við í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem átakinu var hrint af stað.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Kaupmannahöfn þar sem fréttamaður okkar, Elín Margrét, greinir frá því nýjasta úr heimsókn forseta Íslands.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum sem hægt er að hlusta á í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×