Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar 10. október 2024 14:30 Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sjávarútvegur Orkumál Hafnarmál Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun