Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 15:26 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. „Við fengum endanlega niðurstöðu í dag. Þetta voru fjórir leikskólar sem kennarar kusu um, þrír grunnskólar þar sem kennarar og stjórnendur greiddu atkvæði. Í öllum þessum skólum var mikil þátttaka og 100 prósent félagsfólks samþykkti að fara í aðgerðir sem hefjast þá 29. október,“ segir Magnús Þór. Hann segir að í framhaldsskóla hafi kennarar og stjórnendur kosið saman og þar hafi 82 prósent samþykkt að fara í aðgerðir. „Þannig skilaboðin til okkar eru skýr.“ Verkföll í átta skólum Farið verður í verkfall í þremur grunnskólum sem hest 29. október til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá leggja kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna KÍ í einum tónlistarskóla. Þar er boðað að verkfall hefjist 29. október og standi til 20. desember. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir síðdegis á morgun en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 15 á morgun. Viðsemjendur funduðu í gær á skrifstofu ríkissáttasemjara. Magnús segir það hafa verið fyrsta vinnufundinn og það hafi allir fengið heimavinnu fyrir næsta fund, sem er á þriðjudag, 15. október. Hann segir það ekkert leyndarmál að Kennarasambandið myndi vilja sjá viðræður ganga hraðar fyrir sig en hingað til og þau vonist til þess að það verði þannig núna. Hann segir samninga framhaldsskólakennara hafa runnið út í mars og kennara í maí. Það sé langur tími liðinn og markmið þeirra í samningsgerð hafi legið fyrir frá því í janúar. Þau hafi farið í mikla vinnu um allt land með sínu félagsfólki og þau geti ekki beðið lengur. „Því miður finnst okkur deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til. Að samfélagið fjárfesti nú í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum öllum,“ segir Magnús. Styrkir stöðu þeirra við samningaborðið Þetta sé sú leið sem verði að fara til að styrkja þeirra stöðu við samningaborðið. Hann segir að þeirra markmið sé að styrkja stöðugleika og efla fagmennsku innan skólakerfisins. Það þurfi að fylla skólana af fagfólki og til að gera það þurfi starfið að vera launað þannig að það endurspegli mikilvægi þess. Hann segir kröfugerðina byggða, að hluta til, á samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda. Þar komi fram að jafna eigi laun á milli opinbera og almenna markaðarins. Það sé þeirra markmið. „Að okkar sérfræðingar í skólunum séu með sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði.“ Magnús segir stórt skref hafa verið stigið í dag. Það séu 19 dagar til stefnu og þeirra von sé sú að það þurfi ekki að koma til aðgerða. „En það er alveg þannig að við erum dag frá degi og viku frá viku að meta stöðuna. Það verður bara svolítið að koma í ljós hvað næstu dagar hafa í för með sér. En einn möguleikinn er vissulega sá að fleiri skólar muni hugsa sér til hreyfings að taka þátt í aðgerðunum,“ segir Magnús. Hann segir aðildarfélögin hafa ákveðið hvaða skólar yrðu fyrir valinu í aðgerðunum. Vísir/Bjarni Hann segir það ákvörðun samninganefndar og aðildarfélaganna að ákveða það. Þau hafi sem dæmi ákveðið hvaða skólar urðu fyrir valinu í þessum aðgerðum. Þeir hafi átt að endurspegla víða mynd af samfélaginu. Hann segir sambandið ekki hafa fengið nein viðbrögð frá sínum viðsemjendum eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu lágu fyrir. Þau hafi nú ákveðinn tímaramma til að komast að niðurstöðu. Hann segist hæfilega bjartsýnn. „Ég fer inn í öll verkefni til að klára þau af bjartsýni en verkefnið er stórt. Við værum ekki að fara í þessar aðgerðir nema að átta okkur á því að það er stórt. Það þarf að leggja mikið á sig og við erum fullkomlega tilbúin til þess.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. 8. október 2024 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Við fengum endanlega niðurstöðu í dag. Þetta voru fjórir leikskólar sem kennarar kusu um, þrír grunnskólar þar sem kennarar og stjórnendur greiddu atkvæði. Í öllum þessum skólum var mikil þátttaka og 100 prósent félagsfólks samþykkti að fara í aðgerðir sem hefjast þá 29. október,“ segir Magnús Þór. Hann segir að í framhaldsskóla hafi kennarar og stjórnendur kosið saman og þar hafi 82 prósent samþykkt að fara í aðgerðir. „Þannig skilaboðin til okkar eru skýr.“ Verkföll í átta skólum Farið verður í verkfall í þremur grunnskólum sem hest 29. október til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá leggja kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna KÍ í einum tónlistarskóla. Þar er boðað að verkfall hefjist 29. október og standi til 20. desember. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir síðdegis á morgun en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 15 á morgun. Viðsemjendur funduðu í gær á skrifstofu ríkissáttasemjara. Magnús segir það hafa verið fyrsta vinnufundinn og það hafi allir fengið heimavinnu fyrir næsta fund, sem er á þriðjudag, 15. október. Hann segir það ekkert leyndarmál að Kennarasambandið myndi vilja sjá viðræður ganga hraðar fyrir sig en hingað til og þau vonist til þess að það verði þannig núna. Hann segir samninga framhaldsskólakennara hafa runnið út í mars og kennara í maí. Það sé langur tími liðinn og markmið þeirra í samningsgerð hafi legið fyrir frá því í janúar. Þau hafi farið í mikla vinnu um allt land með sínu félagsfólki og þau geti ekki beðið lengur. „Því miður finnst okkur deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til. Að samfélagið fjárfesti nú í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum öllum,“ segir Magnús. Styrkir stöðu þeirra við samningaborðið Þetta sé sú leið sem verði að fara til að styrkja þeirra stöðu við samningaborðið. Hann segir að þeirra markmið sé að styrkja stöðugleika og efla fagmennsku innan skólakerfisins. Það þurfi að fylla skólana af fagfólki og til að gera það þurfi starfið að vera launað þannig að það endurspegli mikilvægi þess. Hann segir kröfugerðina byggða, að hluta til, á samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda. Þar komi fram að jafna eigi laun á milli opinbera og almenna markaðarins. Það sé þeirra markmið. „Að okkar sérfræðingar í skólunum séu með sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði.“ Magnús segir stórt skref hafa verið stigið í dag. Það séu 19 dagar til stefnu og þeirra von sé sú að það þurfi ekki að koma til aðgerða. „En það er alveg þannig að við erum dag frá degi og viku frá viku að meta stöðuna. Það verður bara svolítið að koma í ljós hvað næstu dagar hafa í för með sér. En einn möguleikinn er vissulega sá að fleiri skólar muni hugsa sér til hreyfings að taka þátt í aðgerðunum,“ segir Magnús. Hann segir aðildarfélögin hafa ákveðið hvaða skólar yrðu fyrir valinu í aðgerðunum. Vísir/Bjarni Hann segir það ákvörðun samninganefndar og aðildarfélaganna að ákveða það. Þau hafi sem dæmi ákveðið hvaða skólar urðu fyrir valinu í þessum aðgerðum. Þeir hafi átt að endurspegla víða mynd af samfélaginu. Hann segir sambandið ekki hafa fengið nein viðbrögð frá sínum viðsemjendum eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu lágu fyrir. Þau hafi nú ákveðinn tímaramma til að komast að niðurstöðu. Hann segist hæfilega bjartsýnn. „Ég fer inn í öll verkefni til að klára þau af bjartsýni en verkefnið er stórt. Við værum ekki að fara í þessar aðgerðir nema að átta okkur á því að það er stórt. Það þarf að leggja mikið á sig og við erum fullkomlega tilbúin til þess.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. 8. október 2024 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10
Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53
Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. 8. október 2024 20:24