Spilar á flygil innan um risatrukka: „Spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. október 2024 07:03 Bjarni Frímann Bjarnason heldur sína fyrstu einleikstónleika á píanó á bifreiðaverkstæði. Þar ætlar hann að spila tónlist sem honum þykir falleg fyrir fólk sem honum langar að tengjast í tónum. Kjartan Hreinsson Bjarni Frímann heldur einleikstónleika á píanó á bílaverkstæði um helgina. Hann segir að vinna þurfi klassískri tónlist nýjar veiðilendur þar sem hægfara sjálfseyðing blasi við. Bransinn neiti að horfast í augu við að meðalaldur hlustenda hækki og að nýliðun sé lítil sem engin. Tónleikarnir verða haldnir á bílaverkstæði Highland Trucks á Smiðjuvegi 4a klukkan 16 á laugardaginn. Viðburðurinn er hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art, sem fer fram í fyrsta sinn 8.-13. október. Hátíðinni er ætlað að setja sígilda tónlist í nýtt samhengi og blanda saman listamönnum úr ólíkum stefnum. Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri og víóluleikari sem hefur kom víða við, t.a.m. hefur hann sinnt stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nýverið var hann ráðinn sem listrænn stjórnandi hjá Bit20-hljómsveitinni í Bergen. Blaðamaður ræddi við Bjarna um tónleikana, risatrukka og sjálfstortímingu klassísks tónlistarheims. Blikksmiður eða múrari ef ekki hefði verið fyrir tónlistina Ef við vindum okkur beint í tónleikana. Af hverju bifreiðaverkstæði? „Bifreiðaverkstæði hafa alltaf heillað mig. Ég er verkfræðilega sinnaður í grunninn og ef ég hefði ekki orðið fyrir þessari bannsettu tónlist þá hefði ég örugglega getað hugsað mér að vera blikksmiður eða múrari. Ég hef gaman af vélum og því að smíða þó ég sé bara áhugamaður. Reyni að kalla ekki til iðnaðarmenn eða fara með bíla á verkstæði fyrr en í lengstu lög.“ Highland Trucks sérhæfa sig í trukkum með risadekk. Það er spurning hvernig flygillinn sómar sér í því umhverfi. Þetta er ekki alveg hefðbundið verkstæði? „Highland Trucks sérhæfa sig í risatrukkum, hálfgerðum monster trucks. Fimmtíu tommu dekk eru lágmark til að bílar eigi erindi þar inn. Það verður spennandi að sjá hvort það verða komnar ægilegar blöðrur undir flygilinn þegar hann rúllar út eftir tónleikana.“ Ertu búinn að flytja flygilinn inn á verkstæðið? „Nei, hann fer inn samdægurs. Eigendur verkstæðisins, Bjarni blikk og Guðmundur Þórarins, eru að breyta jeppum í gríð og erg. Svo höfum við hinir svo mikið að gera að ég sé ekki fyrir mér að geta spilað á þennan flygil fyrr en á laugardaginn,“ segir Bjarni sem hefur ekkert náð að æfa sig. Hinn bóngóði Bjarni blikk til í tuskið Hvað kemur til að Highland Trucks varð fyrir valinu? „Við sátum úti á Granda í stúdíóinu hans Bergs Þórissonar þegar þessi hugmynd fæddist. Við vorum að ræða hvort Nesdekk gæti verið skemmtileg staðsetning. En svo fer að detta í háannatíma hjá dekkjaverkstæðunum þannig maður fann að þau voru lítið hrifin af þessu. Nafnarnir Bjarni blikk og Bjanrni Frímann á verkstæðinu. Fólk er misgeggjað og mismikið til í svona. Nafni minn, Bjarni blikk, er svo opinn, skemmtilegur og bóngóður að hann var til í þetta. Þetta tekur pláss, ekki bara flygillinn heldur líka fullt af sætum þannig það þarf að rýma verkstæðið. Það er ekkert sjálfsagt þannig við erum mjög þakklátir.“ Hverju á staðsetningin að skila? „Maður er að vona að þetta setji fólk í aðrar stellingar en það er vant. Þó ég sé fær píanóleikari, spili heilmikið á píanó og hafi fullt sjálfstraust, þá er ég ekki konsertpíanóleikari og hef aldrei verið í píanónámi. Ég er að mestu leyti sjálflærður. Ég hef mikinn áhuga á að fá að miðla þessari tónlist í öðru samhengi. Fólk er líka ekki að setjast niður til að hlusta á konsertpíanista spila heldur heyra eitthvað nýtt.“ Klassísk tónlist á vegferð til sjálfseyðingar Bjarna er umhugað um stöðu klassískrar tónlistar og telur nauðsynlegt að bransinn reyni að opna gáttir í leit að nýjum eyrum. „Ég held það sé raunverulega spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist ef hún á ekki að verða bakgrunnstónlist eins og hún er að verða meira og meira. Þessi tónlist sem ég er að fást við er ekki hugsuð sem bakgrunnstónlist. Til þess að tónlistarinnar sé notið til fullnustu verður fólk að gefa sig allt á vald henni.“ Bjarni grípur til orða yngri pólitíkusa og segir að klassíski tónlistarheimurinn sé á sjálfseyðingarvegferð. „Meðalaldurinn á fólki sem er handgengið tónlistinni hækkar og nýliðunin er engin. Fólk vill ekki kannast við það en snobbið er algjört. Það er eins og fólk vilji halda þessu exclúsívu fyrir þröngan hóp.“ Er verið að stinga höfðinu í sandinn? „Það er enginn vilji til að tala um þetta eða breyta þessu. Það tala allir bara rosalega jákvætt um hvað það séu frábærir hlutir að gerast.“ Tónlistin ekki bundin við hljómburð í heimsklassa „Það er svo mikill fókus á umgjörð, rándýr hljóðfæri og hljómburð, útgáfur, stimpla, verðlaun, samstarf, hátíðir, bla bla bla. Músíkin er eins og strigi sem þessu öllu er klínt á. Þetta á að vera öfugt, tónlistin á að vera kjarninn og við eigum að vera strigi fyrir það sem tónlistin vill segja okkur,“ segir hann. Þáttur í að vinna tónlistinni nýjan farveg sé að hrista upp í því hvar hún sé spiluð og í hvaða samhengi. „Maður er að vona að tónleikar á bílaverkstæði geti kitlað einhverja sem annars myndu ekki mæta og þykir tilhugsunin spennandi,“ segir hann. Bösendorfer-flygill og risatrukkur. Hvort tveggja flóknar vélar sem gefa frá sér hin ótrúlegustu hljóð.Getty/Highland Trucks Flygillinn verður innan um hásingar og öxla, verkfæri og drif hanga uppi á veggjum og það eru loftpressur, bílalyftur og bílapressur úti á gólfi. „En tónlistin er sú sama. Hún er ekki bundin við rándýr Sennheiser-heyrnartól eða tónleikasali með hljómburð í heimsklassa. Kjarninn í tónlistinni er annars staðar. Hún á að vera eins og lifandi orð. Hugsunin á bak við þetta er að reyna að vinna klassískri tónlist nýjar veiðilendur, opna fleiri eyru og gáttir. Svo getur vel verið að þetta sé nýr vettvangur fyrir sama hópinn,“ segir Bjarni. Stöðugt verið að hjakka í sama farinu Nafnið State of the Art hefur tvíþætta merkingu. Annars vegar er það notað um eitthvað sem er fyrsta flokks og hins vegar merkir það beinlínis staða listarinnar. Bjarni hefur sterkar skoðanir á henni. Græðir maður á því að standa í svona hátíðarhöldum? „Það er ekkert launungarmál að við höfum varla fengið styrki til að halda þessa hátíð og erum núna að borga með okkur í þessu. Ég er mjög hæfur tónlistarmaður en það segir sína sögu að ég velti því oft fyrir mér að skipta hreinlega um atvinnu. Af því mann langar að tónlistin, ef ég vitna aftur í stjórnmálahugtök, hafi breiðari skírskotun heldur en svo að maður sé bara að spila fyrir þann þrönga hóp sem stundar klassíska tónlist. Auðvitað fær maður borgað og það er búið vel að tónlistarmönnum að sumu leyti, það eru listamannalaun og hér starfar sinfóníuhljómsveit. En það er eins og það sé eitthvað tregðulögmál í sambandi við þessa klassísku tónlist að vera alltaf að hjakka í sama farinu og vera með fastmótaða siguruppskrift,“ segir hann. „Menning er það að skáldin séu að yrkja eitthvað nýtt og séu að takast á við það sem er efst á baugi. Ekki að allir séu að keppast við að yrkja Shakespeare-sonnettur aftur. Þetta er þróun sem mér finnst endurspegla gildin í samfélaginu.“ Skýr birtingarmynd sé Harpa, frábært hús með dásamlegan hljómburð. Vegna stærðarinnar þurfi hins vegar að selja svo marga miða til að það svari kostnaði að vera þar með tónleika. Fyrir vikið séu teknir miklu færri sénsar. „Ef eitthvað á að rata upp á svið í Hörpu þarf það að vera búið að margsanna sig á alls konar vettvangi. Maður spyr sig hvort við rekum hérna sinfóníuhljómsveit til að komast á [tónleikaröð] BBC Proms eða á einhverja Topp 100 Best of-lista,“ segir hann. Tónlistarfólk spili fyrir hlægilegar upphæðir Í því samhengi nefnir Bjarni strengjasveitina Skark og kammerhljómsveitina Elju, hvort tveggja sveitir sem hann tók þátt í að stofna og hefur spilað með. Hæfileikaríkir háskólamenntaðir hljóðfæraleikarar hafi hlægilega lág laun upp úr því að spila á slíkum viðburðum. „Ég held að Skark hafi spilað örugglega tuttugu tónleika og frumflutt 40 stykki. Við greiddum okkur aldrei krónu fyrir það. Nú er ég búinn að vera með hljómsveitina Elju starfandi síðan 2018. Við erum búin að frumflytja ég veit ekki hvað mörg stykki. Þetta eru allt krakkar sem eru annað hvort að klára háskólanám erlendis eða eru komin heim úr námi. Þau eru ennþá til í að koma og spila fyrir hlægilegar upphæðir. Það lifir enginn á þessu.“ Bara gert fyrir ástríðuna? „Allt fyrir ástríðuna, ég hef aldrei getað greitt mér krónu. Auðvitað er nýsköpun þess eðlis að það seljast aldrei skrilljón miðar,“ segir hann. Myndir af kammerhljómsveitinni Elju við æfingar í nýuppgerðum kartöflugeymslum árið 2017. Íslenski boltinn og músíkin á sömu villigötum Bjarna finnst samanburðurinn við íslensk fótboltafélög nærtækur og hvernig allt kapp er lagt í að komast sem lengst í Evrópukeppni frekar en að hlúa að grasrótinni. „Ég hef ekki mikið vit á boltanum en mér sýnist að allt snúist um að keppa í einhverjum fjandans Evrópubolta. Keppa við lið frá Tékklandi og Úkraínu til að geta mögulega einhvern tímann spilað tapleik við Crystal Palace. Fókusinn er allur á þetta og til þess eru keyptir leikmenn frá útlöndum. Við getum keypt endalaust ef við eigum nóg af peningum en það skilar sér ekki hingað,“ segir hann. Fyrir Bjarna er tilgangurinn með boltanum hins vegar hvorki að koma íslenskum félagsliðum langt í Evrópu né að koma landsliðinu langt á stórmótum. „Tilgangurinn er sá að krakkar hafi hérna einhverjar fyrirmyndir og langi til að fara út á tún að spila bolta og finnist það vera til einhvers. Þau langi til að verja tímanum sínum í boltann frekar en að sniffa lím. Það er nákvæmlega sama með músíkina.“ Fyrstu einleikstónleikarnir á píanó Þú sagðir í viðtali að þú ætlir ekki að gefa upp dagskrána. Er hún ekki greypt í stein? „Nei, alls ekki. Ég ætla bara að spila upp úr mér, einhver lög sem ég kann utan að og einhver lög sem ég kann nokkurn veginn. Svo improvísera ég eitthvað sem verður til á staðnum. Það hljóta að koma til manns aðrar hugmyndir en myndu gerast inni á sviði í Norðurljósum.“ Bjarni og forláta Subaru Impreza á Smiðjuveginum. Tónleikarnir marka að vissu leyti ákveðin tímamót. „Ég hef aldrei haldið einleikstónleika á píanó áður og hef bara einu sinni komið fram í meira en eitt númer sem einleikari. Það voru mínir fyrstu og einu nemendatónleikar sem píanóleikari en píanó var aukahljóðfæri hjá mér í Listaháskólanum. Það eru komin átján-nítján ár síðan. Þannig þetta er stór og skuggaleg tilhugsun fyrir mig,“ segir hann. Þó Bjarni hafi aldrei spilað á þennan tiltekna Bösendorfer-flygil má segja að hann tengist honum ákveðnum böndum. „Þarna fer inn frábær flygill sem var í eigu eins yndislegasta tónlistarmanns sem ég hef fengið að kynnast, Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Kollegi sem reyndist mér mjög vel og ég leit mikið upp til. Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um að fá svona góðan flygil sem hefði svona góða sögu,“ segir hann. Verður að trúa að maður geti komist til stjarnanna Þó State of the Art sé nýstofnuð ætla stofnendurnir að gera hana að árlegum viðburði og hafa þegar neglt niður dagsetningar fyrir næsta ár. Markmiðið sé að halda áfram að bjóða upp á eitthvað nýtt, færa klassíkina nær fólkinu og blanda henni saman við aðrar stefnur. Meðal viðburða á hátíðinni í ár eru barokktónleikar á næturklúbbnum Auto, tónskáldahringekja þar sem tónskáld semja hvert fyrir annað og tónleikar söngkonunnar Bríetar með djazzfusion-bandinu ADHD. Magnús Jóhann, Bergur Þórisson, Sverrir Páll Sverrisson og Bjarni Frímann standi að baki State of the Art.Kjartan Hreinsson „Ég vil gjarnan rífa þessar girðingar allar niður. Það hefur alltaf höfðað til mín að vera universal tónlistarmaður. Allir bestu tónlistarmenn sögunnar hafa átt það sameiginlegt. Maður finnur þetta alltaf þar sem áhuginn er á tónlistinni en ekki tækjunum. Þó það sé líka dyggð í því. Þessi glóbalíseraði kúltúr fyrir excellens finnst mér vera í takt við alla markaðshyggjuna og þessa sturluðu expansívu hugsjón sem er að keyra plánetuna í kaf. Mér finnst þetta menningarleg birtingarmynd þess. Listin þarf alltaf að stefna hærra, maður verður að trúa að maður geti komist lengra, til stjarnanna. Lengra en okkar limir ná. Það hlýtur að vera tilgangurinn,“ segir Bjarni að lokum. Menning Tónlist Bílar Tengdar fréttir Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard „Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug. 24. september 2024 07:03 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Tónleikarnir verða haldnir á bílaverkstæði Highland Trucks á Smiðjuvegi 4a klukkan 16 á laugardaginn. Viðburðurinn er hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art, sem fer fram í fyrsta sinn 8.-13. október. Hátíðinni er ætlað að setja sígilda tónlist í nýtt samhengi og blanda saman listamönnum úr ólíkum stefnum. Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri og víóluleikari sem hefur kom víða við, t.a.m. hefur hann sinnt stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nýverið var hann ráðinn sem listrænn stjórnandi hjá Bit20-hljómsveitinni í Bergen. Blaðamaður ræddi við Bjarna um tónleikana, risatrukka og sjálfstortímingu klassísks tónlistarheims. Blikksmiður eða múrari ef ekki hefði verið fyrir tónlistina Ef við vindum okkur beint í tónleikana. Af hverju bifreiðaverkstæði? „Bifreiðaverkstæði hafa alltaf heillað mig. Ég er verkfræðilega sinnaður í grunninn og ef ég hefði ekki orðið fyrir þessari bannsettu tónlist þá hefði ég örugglega getað hugsað mér að vera blikksmiður eða múrari. Ég hef gaman af vélum og því að smíða þó ég sé bara áhugamaður. Reyni að kalla ekki til iðnaðarmenn eða fara með bíla á verkstæði fyrr en í lengstu lög.“ Highland Trucks sérhæfa sig í trukkum með risadekk. Það er spurning hvernig flygillinn sómar sér í því umhverfi. Þetta er ekki alveg hefðbundið verkstæði? „Highland Trucks sérhæfa sig í risatrukkum, hálfgerðum monster trucks. Fimmtíu tommu dekk eru lágmark til að bílar eigi erindi þar inn. Það verður spennandi að sjá hvort það verða komnar ægilegar blöðrur undir flygilinn þegar hann rúllar út eftir tónleikana.“ Ertu búinn að flytja flygilinn inn á verkstæðið? „Nei, hann fer inn samdægurs. Eigendur verkstæðisins, Bjarni blikk og Guðmundur Þórarins, eru að breyta jeppum í gríð og erg. Svo höfum við hinir svo mikið að gera að ég sé ekki fyrir mér að geta spilað á þennan flygil fyrr en á laugardaginn,“ segir Bjarni sem hefur ekkert náð að æfa sig. Hinn bóngóði Bjarni blikk til í tuskið Hvað kemur til að Highland Trucks varð fyrir valinu? „Við sátum úti á Granda í stúdíóinu hans Bergs Þórissonar þegar þessi hugmynd fæddist. Við vorum að ræða hvort Nesdekk gæti verið skemmtileg staðsetning. En svo fer að detta í háannatíma hjá dekkjaverkstæðunum þannig maður fann að þau voru lítið hrifin af þessu. Nafnarnir Bjarni blikk og Bjanrni Frímann á verkstæðinu. Fólk er misgeggjað og mismikið til í svona. Nafni minn, Bjarni blikk, er svo opinn, skemmtilegur og bóngóður að hann var til í þetta. Þetta tekur pláss, ekki bara flygillinn heldur líka fullt af sætum þannig það þarf að rýma verkstæðið. Það er ekkert sjálfsagt þannig við erum mjög þakklátir.“ Hverju á staðsetningin að skila? „Maður er að vona að þetta setji fólk í aðrar stellingar en það er vant. Þó ég sé fær píanóleikari, spili heilmikið á píanó og hafi fullt sjálfstraust, þá er ég ekki konsertpíanóleikari og hef aldrei verið í píanónámi. Ég er að mestu leyti sjálflærður. Ég hef mikinn áhuga á að fá að miðla þessari tónlist í öðru samhengi. Fólk er líka ekki að setjast niður til að hlusta á konsertpíanista spila heldur heyra eitthvað nýtt.“ Klassísk tónlist á vegferð til sjálfseyðingar Bjarna er umhugað um stöðu klassískrar tónlistar og telur nauðsynlegt að bransinn reyni að opna gáttir í leit að nýjum eyrum. „Ég held það sé raunverulega spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist ef hún á ekki að verða bakgrunnstónlist eins og hún er að verða meira og meira. Þessi tónlist sem ég er að fást við er ekki hugsuð sem bakgrunnstónlist. Til þess að tónlistarinnar sé notið til fullnustu verður fólk að gefa sig allt á vald henni.“ Bjarni grípur til orða yngri pólitíkusa og segir að klassíski tónlistarheimurinn sé á sjálfseyðingarvegferð. „Meðalaldurinn á fólki sem er handgengið tónlistinni hækkar og nýliðunin er engin. Fólk vill ekki kannast við það en snobbið er algjört. Það er eins og fólk vilji halda þessu exclúsívu fyrir þröngan hóp.“ Er verið að stinga höfðinu í sandinn? „Það er enginn vilji til að tala um þetta eða breyta þessu. Það tala allir bara rosalega jákvætt um hvað það séu frábærir hlutir að gerast.“ Tónlistin ekki bundin við hljómburð í heimsklassa „Það er svo mikill fókus á umgjörð, rándýr hljóðfæri og hljómburð, útgáfur, stimpla, verðlaun, samstarf, hátíðir, bla bla bla. Músíkin er eins og strigi sem þessu öllu er klínt á. Þetta á að vera öfugt, tónlistin á að vera kjarninn og við eigum að vera strigi fyrir það sem tónlistin vill segja okkur,“ segir hann. Þáttur í að vinna tónlistinni nýjan farveg sé að hrista upp í því hvar hún sé spiluð og í hvaða samhengi. „Maður er að vona að tónleikar á bílaverkstæði geti kitlað einhverja sem annars myndu ekki mæta og þykir tilhugsunin spennandi,“ segir hann. Bösendorfer-flygill og risatrukkur. Hvort tveggja flóknar vélar sem gefa frá sér hin ótrúlegustu hljóð.Getty/Highland Trucks Flygillinn verður innan um hásingar og öxla, verkfæri og drif hanga uppi á veggjum og það eru loftpressur, bílalyftur og bílapressur úti á gólfi. „En tónlistin er sú sama. Hún er ekki bundin við rándýr Sennheiser-heyrnartól eða tónleikasali með hljómburð í heimsklassa. Kjarninn í tónlistinni er annars staðar. Hún á að vera eins og lifandi orð. Hugsunin á bak við þetta er að reyna að vinna klassískri tónlist nýjar veiðilendur, opna fleiri eyru og gáttir. Svo getur vel verið að þetta sé nýr vettvangur fyrir sama hópinn,“ segir Bjarni. Stöðugt verið að hjakka í sama farinu Nafnið State of the Art hefur tvíþætta merkingu. Annars vegar er það notað um eitthvað sem er fyrsta flokks og hins vegar merkir það beinlínis staða listarinnar. Bjarni hefur sterkar skoðanir á henni. Græðir maður á því að standa í svona hátíðarhöldum? „Það er ekkert launungarmál að við höfum varla fengið styrki til að halda þessa hátíð og erum núna að borga með okkur í þessu. Ég er mjög hæfur tónlistarmaður en það segir sína sögu að ég velti því oft fyrir mér að skipta hreinlega um atvinnu. Af því mann langar að tónlistin, ef ég vitna aftur í stjórnmálahugtök, hafi breiðari skírskotun heldur en svo að maður sé bara að spila fyrir þann þrönga hóp sem stundar klassíska tónlist. Auðvitað fær maður borgað og það er búið vel að tónlistarmönnum að sumu leyti, það eru listamannalaun og hér starfar sinfóníuhljómsveit. En það er eins og það sé eitthvað tregðulögmál í sambandi við þessa klassísku tónlist að vera alltaf að hjakka í sama farinu og vera með fastmótaða siguruppskrift,“ segir hann. „Menning er það að skáldin séu að yrkja eitthvað nýtt og séu að takast á við það sem er efst á baugi. Ekki að allir séu að keppast við að yrkja Shakespeare-sonnettur aftur. Þetta er þróun sem mér finnst endurspegla gildin í samfélaginu.“ Skýr birtingarmynd sé Harpa, frábært hús með dásamlegan hljómburð. Vegna stærðarinnar þurfi hins vegar að selja svo marga miða til að það svari kostnaði að vera þar með tónleika. Fyrir vikið séu teknir miklu færri sénsar. „Ef eitthvað á að rata upp á svið í Hörpu þarf það að vera búið að margsanna sig á alls konar vettvangi. Maður spyr sig hvort við rekum hérna sinfóníuhljómsveit til að komast á [tónleikaröð] BBC Proms eða á einhverja Topp 100 Best of-lista,“ segir hann. Tónlistarfólk spili fyrir hlægilegar upphæðir Í því samhengi nefnir Bjarni strengjasveitina Skark og kammerhljómsveitina Elju, hvort tveggja sveitir sem hann tók þátt í að stofna og hefur spilað með. Hæfileikaríkir háskólamenntaðir hljóðfæraleikarar hafi hlægilega lág laun upp úr því að spila á slíkum viðburðum. „Ég held að Skark hafi spilað örugglega tuttugu tónleika og frumflutt 40 stykki. Við greiddum okkur aldrei krónu fyrir það. Nú er ég búinn að vera með hljómsveitina Elju starfandi síðan 2018. Við erum búin að frumflytja ég veit ekki hvað mörg stykki. Þetta eru allt krakkar sem eru annað hvort að klára háskólanám erlendis eða eru komin heim úr námi. Þau eru ennþá til í að koma og spila fyrir hlægilegar upphæðir. Það lifir enginn á þessu.“ Bara gert fyrir ástríðuna? „Allt fyrir ástríðuna, ég hef aldrei getað greitt mér krónu. Auðvitað er nýsköpun þess eðlis að það seljast aldrei skrilljón miðar,“ segir hann. Myndir af kammerhljómsveitinni Elju við æfingar í nýuppgerðum kartöflugeymslum árið 2017. Íslenski boltinn og músíkin á sömu villigötum Bjarna finnst samanburðurinn við íslensk fótboltafélög nærtækur og hvernig allt kapp er lagt í að komast sem lengst í Evrópukeppni frekar en að hlúa að grasrótinni. „Ég hef ekki mikið vit á boltanum en mér sýnist að allt snúist um að keppa í einhverjum fjandans Evrópubolta. Keppa við lið frá Tékklandi og Úkraínu til að geta mögulega einhvern tímann spilað tapleik við Crystal Palace. Fókusinn er allur á þetta og til þess eru keyptir leikmenn frá útlöndum. Við getum keypt endalaust ef við eigum nóg af peningum en það skilar sér ekki hingað,“ segir hann. Fyrir Bjarna er tilgangurinn með boltanum hins vegar hvorki að koma íslenskum félagsliðum langt í Evrópu né að koma landsliðinu langt á stórmótum. „Tilgangurinn er sá að krakkar hafi hérna einhverjar fyrirmyndir og langi til að fara út á tún að spila bolta og finnist það vera til einhvers. Þau langi til að verja tímanum sínum í boltann frekar en að sniffa lím. Það er nákvæmlega sama með músíkina.“ Fyrstu einleikstónleikarnir á píanó Þú sagðir í viðtali að þú ætlir ekki að gefa upp dagskrána. Er hún ekki greypt í stein? „Nei, alls ekki. Ég ætla bara að spila upp úr mér, einhver lög sem ég kann utan að og einhver lög sem ég kann nokkurn veginn. Svo improvísera ég eitthvað sem verður til á staðnum. Það hljóta að koma til manns aðrar hugmyndir en myndu gerast inni á sviði í Norðurljósum.“ Bjarni og forláta Subaru Impreza á Smiðjuveginum. Tónleikarnir marka að vissu leyti ákveðin tímamót. „Ég hef aldrei haldið einleikstónleika á píanó áður og hef bara einu sinni komið fram í meira en eitt númer sem einleikari. Það voru mínir fyrstu og einu nemendatónleikar sem píanóleikari en píanó var aukahljóðfæri hjá mér í Listaháskólanum. Það eru komin átján-nítján ár síðan. Þannig þetta er stór og skuggaleg tilhugsun fyrir mig,“ segir hann. Þó Bjarni hafi aldrei spilað á þennan tiltekna Bösendorfer-flygil má segja að hann tengist honum ákveðnum böndum. „Þarna fer inn frábær flygill sem var í eigu eins yndislegasta tónlistarmanns sem ég hef fengið að kynnast, Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Kollegi sem reyndist mér mjög vel og ég leit mikið upp til. Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um að fá svona góðan flygil sem hefði svona góða sögu,“ segir hann. Verður að trúa að maður geti komist til stjarnanna Þó State of the Art sé nýstofnuð ætla stofnendurnir að gera hana að árlegum viðburði og hafa þegar neglt niður dagsetningar fyrir næsta ár. Markmiðið sé að halda áfram að bjóða upp á eitthvað nýtt, færa klassíkina nær fólkinu og blanda henni saman við aðrar stefnur. Meðal viðburða á hátíðinni í ár eru barokktónleikar á næturklúbbnum Auto, tónskáldahringekja þar sem tónskáld semja hvert fyrir annað og tónleikar söngkonunnar Bríetar með djazzfusion-bandinu ADHD. Magnús Jóhann, Bergur Þórisson, Sverrir Páll Sverrisson og Bjarni Frímann standi að baki State of the Art.Kjartan Hreinsson „Ég vil gjarnan rífa þessar girðingar allar niður. Það hefur alltaf höfðað til mín að vera universal tónlistarmaður. Allir bestu tónlistarmenn sögunnar hafa átt það sameiginlegt. Maður finnur þetta alltaf þar sem áhuginn er á tónlistinni en ekki tækjunum. Þó það sé líka dyggð í því. Þessi glóbalíseraði kúltúr fyrir excellens finnst mér vera í takt við alla markaðshyggjuna og þessa sturluðu expansívu hugsjón sem er að keyra plánetuna í kaf. Mér finnst þetta menningarleg birtingarmynd þess. Listin þarf alltaf að stefna hærra, maður verður að trúa að maður geti komist lengra, til stjarnanna. Lengra en okkar limir ná. Það hlýtur að vera tilgangurinn,“ segir Bjarni að lokum.
Menning Tónlist Bílar Tengdar fréttir Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard „Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug. 24. september 2024 07:03 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard „Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug. 24. september 2024 07:03