Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 18:47 Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira