Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 10. október 2024 18:00 Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun