Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. október 2024 15:33 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fundin um hálf sex. visir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira