„Við munum læra margt af þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:37 Craig Bellamy er fyrir miðju. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. „Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
„Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira