Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 09:01 Craig Bellamy var líflegur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Anton Brink Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira