Innlent

Ó­vissa um fram­tíð ríkis­stjórnarinnar og milljarða­samningur í Kína

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.

Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. 

Við förum yfir stöðuna í myndveri ásam Heimi Má Péturssyni fréttamanni, sem hefur fylgst vel með gangi mála. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til þingflokksfundar með stuttum fyrirvara í gær, og í dag sagði formaður Framsóknar að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn yrðu að gera upp hug sinn á næstu sólarhringum.

Við förum yfir stöðuna í myndveri ásam Heimi Má Péturssyni fréttamanni, sem hefur fylgst vel með gangi mála. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til þingflokksfundar með stuttum fyrirvara í gær, og í dag sagði formaður Framsóknar að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn yrðu að gera upp hug sinn á næstu sólarhringum.

Við segjum frá stöðunni í Líbanon, þar sem Ísraelsmenn hafa gert æ mannskæðari árásir í baráttu sinni við Hesbollah. Við kynnum okkur starfsemi íslensks tæknifyrirtækis sem gerði nýverið milljarðasamning um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. 

Þá sjáum við nýjasta björgunarbát Landsbjargar sigla um höfin blá, og verðum í beinni útsendingu frá menningarhátíð í Garðabæ, þar sem mikið verður um dýrðir. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×