Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 21:23 Harris hefur hvorki greinst með hjartasjúkdóm né krabbamein. AP/Ross D. Franklin Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira