Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 21:23 Harris hefur hvorki greinst með hjartasjúkdóm né krabbamein. AP/Ross D. Franklin Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira