„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:51 Maté áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Viktor Freyr Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. „Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“ Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“
Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum