Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:44 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira