Innlent

Við­brögð VG við stjórnar­slitum og stjórnar­and­staða í kosninga­gír

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Ríkisstjórnin er sprungin. Þetta varð ljóst á blaðamannafundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Hann gengur á fund forseta á Bessastöðum á morgun, og leggur til þingrof og kosningar í lok nóvember.

Svandís Svavarsdóttir formaður VG útilokar ekki að hennar flokkur gangi út úr stjórninni áður en til kosninga kemur. Fjallað verður ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við sérfræðinga í myndveri og fáum viðbrögð formanna úr stjórnarandstöðunni í beinni útsendingu frá Alþingi.

Við segjum einnig frá neyðaraðstoð sem barst til Líbanon frá Sádi-Arabíu í dag, en Ísraelar hafa gert mannskæðar árásir í höfuðborginni Beirút að undanförnu.

Við kynnum okkur ljósmyndasýningu sem hefur verið í vinnslu í fjögur ár, og er ekki lokið enn, og sýnum ykkur frá hrútasýningu í Hrunamannahreppi, þar sem viðstaddir spiluðu forvitnilegt „rollubingó“ og útnefndu íhaldsmann ársins.

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2, í beinni útsendingu og opinni dagskrá klukkan 18:30 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×