Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 09:02 Pavel Ermolinskij þekkir Krókinn vel eftir að hafa þjálfað Tindastólsliðið og gert það að Íslandsmeisturum. Vísir/Diego Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum